Golf

Birgir leiðir eftir frábæran hring í Eyjum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Birgir Guðjónsson leiðir mótið eftir skrautlegan, en frábæran, hring í dag.
Birgir Guðjónsson leiðir mótið eftir skrautlegan, en frábæran, hring í dag. Mynd/seth@golf.is

Birgir Guðjónsson, kylfingur úr Golfklúbbnum Esju, leiðir Íslandsmótið í golfi eftir 36 holur. Hann lék hring dagsins á Vestmannaeyjavelli á sex höggum undir pari.

Birgir lék manna best á vellinum í dag er hann fór hringinn á 64 höggum, sex undir pari vallar. Hringurinn var ansi skrautlegur en Birgir fékk átta fugla og einn örn á hringnum auk þess að fá tvo skolla og einn skramba. Hann lék því aðeins sex holur af 18 á pari.

Birgir er á fimm undir pari í heildina og er tveimur höggum á undan næstu mönnum. Daníel Ingi Sigurjónsson, heimamaður úr Eyjum, lék næst best á vellinum í dag, á 66 höggum, fjórum undir pari.

Hann er því á þremur undir pari eftir að hafa verið á einum yfir pari í gær. Hann deilir öðru sætinu með Böðvari Braga Pálssyni og Kristófer Orra Þórðarsyni. Þá er Hlynur Geir Hjartarson höggi á eftir þeim, á tveimur undir parinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×