Sport

Stórtap fyrir Finnum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Helena skoraði tólf stig og tók níu fráköst.
Helena skoraði tólf stig og tók níu fráköst. vísir/daníel

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði með 22 stiga mun, 89-67, fyrir Finnum í æfingaleik í Tampere í dag.

Þær finnsku náðu yfirhöndinni strax frá upphafi og voru með tuttugu stiga forskot eftir fyrsta fjórðung, 32-12. Sú forysta breyttist lítið það sem eftir lifði leiks en í hálfleik var munurinn 23 stig,  49-26.

Þær finnsku bættu forystuna enn frekar um fimm stig í þriðja leikhluta áður en Ísland skoraði 24 stig gegn 18 í þeim fjórða og urðu 89-67 því lokatölur.

Dagný Lísa Davíðsdóttir kom vel inn af bekknum og var stigahæst með 13 stig auk þess að taka átta fráköst. Hún spilaði aðeins tæplega 19 mínútur í leiknum og skoraði úr sex af átta skotum sínum úr opnum leik.

Fyrirliðinn Helena Sverrisdóttir skoraði tólf stig og tók níu fráköst en Sara Rún Hinriksdóttir var sú þriðja sem skoraði tveggja stafa tölu í leiknum, með ellefu stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.