Við sem vorum alltaf hér S. Maggi Snorrason skrifar 5. ágúst 2022 10:30 Hver kynslóð á fætur annarri hefur hærra hlutfall fólks sem er opinberlega hinsegin [1]. Flest okkar taka líklega eftir sífellt fleirum í okkar nærumhverfi sem koma út úr skápnum og mig grunar að mest áberandi séu þau sem kjósa að nota önnur fornöfn en hann og hún. Fólk sem var aldrei til fyrir sumum, féll á engan hátt inn í heimsmynd margra og virðist hafa sprottið upp úr þurru lofti. Því er ekki erfitt, í fáfræði, að draga þá ályktun að með þessu áframhaldi verði allt samfélagið orðið hinsegin eftir nokkra áratugi og ekkert eftir sem er hefðbundið og „venjulegt“. En fyrir þau sem hafa staðið hvað harðast á fremstu víglínu gegn fordómum og hatri kemur þessi „fjölgun“ ólíklega á óvart enda var það alltaf á hreinu fyrir þeim að hinsegin fólki fjölgar ekki, það er bara ekki lengur í felum. Ég geri ráð fyrir að það sé á hreinu af hverju fólk heldur sig í skápnum enda eru sífellt að koma á yfirborðið nýjar umræður um þá fordóma og hindranir sem hinsegin fólk verður fyrir og þá sérstaklega í því bakslagi sem við megum þola núna. Það sem kæmi mögulega á óvart er hversu vel hefur tekist að draga úr vægi hinseginleikans í gegnum tíðina. Mannkynssagan er stútfull af hinseginleika sem á til að gleymast í kennslu. Sumum þótti best að láta bara sem minnsta fara fyrir þeim hluta fortíðarinnar en svona lýsir til dæmis Judy Grahn hennar upplifun þegar hún fór í bókasafn í Bandaríkjunum árið 1961 til að kynna sér málefni samkynhneigðra: The books on such a subject, I was told by indignant, terrified librarians unable to say aloud the word homosexual, were locked away. They showed me a wire cage where the "special" books were kept in a jail for books. Only professors, doctors, psychiatrists, and lawyers for the criminally insane could see them, check them out, hold them in their hands [2]. Hinsegin fólk, sem er of stórt til að hunsa, átti til að vera rænt „óæskilega“ hluta þeirra tilveru. Þá má til dæmis nefna Anne Frank sem skrifaði um hrifningu sína af stelpum [3], Leonardo da Vinci sem var ákærður fyrir að sofa með karli [4], Gandhi sem skildi við konuna sína fyrir karlmann [5] og Hatshepsut sem klæddi sig í karlmannsfötum og lét ávarpa sig sem konung [6]. Auk þess hefur hinsegin samfélagið gert grín af því upp á síðkastið hvernig sumir sagnfræðingar eru að túlka náin sambönd tveggja sögupersóna af sama kyni sem vináttu, þrátt fyrir vísbendingar um annað. Hér er um að ræða sýnileika í mannkynssögunni sem var stolið af okkur en þar sem hann hefði gert hatrinu erfiðar fyrir að mála okkur upp sem frávik þá er það kannski ekki furða að hann var fjarlægður. Hins vegar, upp á síðkastið, hefur saga örvhentra verið notuð í réttindabaráttu hinsegin fólks. Þar má sjá svart á hvítu hvernig örvhentum „fjölgaði“ þegar minni áhersla var lögð á að þvinga örvhent börn til að nota hægri hendina. Á tímum Viktoríu Bretadrottningu hafði tíðni örvhentra fallið niður í 3% en reis svo hratt upp í um 10% til ársins 1945 og stóð svo í stað [7]. Örvhentum hélt ekki áfram að „fjölga“ heldur voru alltaf um 10% sem voru örvhent og eina sem breyttist var að örvhent börn fengu að vera örvhent. Þó margt hafi batnað í málefnum hinsegins fólks þá fær fólk enn ekki nægilega fræðslu, hinsegin fólki beitt ofbeldi, hinsegin börn lögð í einelti í skólum og lagalegur réttur hinsegin fólks víða skerður en allt þetta ýtir undir hræðslu og heldur fólki inni í skápnum. Samfélagið hefur lengi látið eins og risa hlutfall mannkyns sé ónáttúrulegt frávik sem hægt er að útrýma með ofsóknum. Hins vegar, þá sýnir sig margoft að það er ekki hægt en mun í staðinn bara fjölga þeim sem lifa í óhamingju [8][9]. Hinseginleikinn sem sást ekki hér áður endurspeglar bara fólk sem var í felum út af hræðslu og skömm. Jafnvel þó við þurfum ekki að afsaka tilvist okkar þá er vert að minna á að á hverju ári fæðist alveg jafn fjölbreytt fólk og það sem fæddist árið áður. Það er samfélagið sem þurrkar út þennan fjölbreytileika. Við eigum fullan rétt á að gert sé ráð fyrir okkur í öllum krókum og kimum samfélagsins enda erum við á engan hátt ónáttúruleg eða einhvers konar „nýtt fyrirbæri“. Aukum sýnileika og fræðslu til muna og sendum þannig sterk skilaboð til þess fólks sem hefur komið út í ljósið, sem og þeirra sem ennþá eru í felum, að það er velkomið í heiminn sama hvernig það er, enda alveg ljóst að sama hversu mikið eða lítið sýnileg við erum þá höfum við hinsegin fólk alltaf og munum alltaf vera til. [1] “LGBT+ Pride 2021 Global Survey,” Ipsos, 7. maí, 2021, https://www.ipsos.com/en/ipsos-lgbt-pride-2021-global-survey. [2] Judy Grahn, Another Mother Tongue: Gay Words, Gay Worlds, updated and expanded edition (Boston: Beacon Press, 1984), xi. [3] Anne Frank, "THURSDAY, JANUARY 6, 1944," í The Diary of a Young Girl. [4] James M. Saslow, Ganymede in the Renaissance: Homosexuality in Art and Society (New Haven: Yale University Press, 1986), 197. [5] Joseph Lelyveld, Great Soul: Mahatma Gandhi and His Struggle With India (New York: Alfred A. Knopf, 2011), 119. [6] Kara Cooney, The Woman Who Would Be King: Hatshepsut’s Rise to Power in Ancient Egypt (New York: Crown Publishing, 2014). [7] I. C. McManus, “The history and geography of human handedness” í Language Lateralization and Psychosis (Cambridge: Cambridge University Press, 2009), 37-40. [8] “EU LGBT survey: European Union lesbian, gay, bisexual and transgender survey”, FRA - European Union Agency for Funamental Rights, (Luxemburg: Publications Office of the European Union, 2013), 15-26. [9] John E. Pachankis, Richard Bränström, “How many sexual minorities are hidden? Projecting the size of the global closet with implications for policy and public health,” PLOS ONE, 13. júní, 2019, https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0218084. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Hver kynslóð á fætur annarri hefur hærra hlutfall fólks sem er opinberlega hinsegin [1]. Flest okkar taka líklega eftir sífellt fleirum í okkar nærumhverfi sem koma út úr skápnum og mig grunar að mest áberandi séu þau sem kjósa að nota önnur fornöfn en hann og hún. Fólk sem var aldrei til fyrir sumum, féll á engan hátt inn í heimsmynd margra og virðist hafa sprottið upp úr þurru lofti. Því er ekki erfitt, í fáfræði, að draga þá ályktun að með þessu áframhaldi verði allt samfélagið orðið hinsegin eftir nokkra áratugi og ekkert eftir sem er hefðbundið og „venjulegt“. En fyrir þau sem hafa staðið hvað harðast á fremstu víglínu gegn fordómum og hatri kemur þessi „fjölgun“ ólíklega á óvart enda var það alltaf á hreinu fyrir þeim að hinsegin fólki fjölgar ekki, það er bara ekki lengur í felum. Ég geri ráð fyrir að það sé á hreinu af hverju fólk heldur sig í skápnum enda eru sífellt að koma á yfirborðið nýjar umræður um þá fordóma og hindranir sem hinsegin fólk verður fyrir og þá sérstaklega í því bakslagi sem við megum þola núna. Það sem kæmi mögulega á óvart er hversu vel hefur tekist að draga úr vægi hinseginleikans í gegnum tíðina. Mannkynssagan er stútfull af hinseginleika sem á til að gleymast í kennslu. Sumum þótti best að láta bara sem minnsta fara fyrir þeim hluta fortíðarinnar en svona lýsir til dæmis Judy Grahn hennar upplifun þegar hún fór í bókasafn í Bandaríkjunum árið 1961 til að kynna sér málefni samkynhneigðra: The books on such a subject, I was told by indignant, terrified librarians unable to say aloud the word homosexual, were locked away. They showed me a wire cage where the "special" books were kept in a jail for books. Only professors, doctors, psychiatrists, and lawyers for the criminally insane could see them, check them out, hold them in their hands [2]. Hinsegin fólk, sem er of stórt til að hunsa, átti til að vera rænt „óæskilega“ hluta þeirra tilveru. Þá má til dæmis nefna Anne Frank sem skrifaði um hrifningu sína af stelpum [3], Leonardo da Vinci sem var ákærður fyrir að sofa með karli [4], Gandhi sem skildi við konuna sína fyrir karlmann [5] og Hatshepsut sem klæddi sig í karlmannsfötum og lét ávarpa sig sem konung [6]. Auk þess hefur hinsegin samfélagið gert grín af því upp á síðkastið hvernig sumir sagnfræðingar eru að túlka náin sambönd tveggja sögupersóna af sama kyni sem vináttu, þrátt fyrir vísbendingar um annað. Hér er um að ræða sýnileika í mannkynssögunni sem var stolið af okkur en þar sem hann hefði gert hatrinu erfiðar fyrir að mála okkur upp sem frávik þá er það kannski ekki furða að hann var fjarlægður. Hins vegar, upp á síðkastið, hefur saga örvhentra verið notuð í réttindabaráttu hinsegin fólks. Þar má sjá svart á hvítu hvernig örvhentum „fjölgaði“ þegar minni áhersla var lögð á að þvinga örvhent börn til að nota hægri hendina. Á tímum Viktoríu Bretadrottningu hafði tíðni örvhentra fallið niður í 3% en reis svo hratt upp í um 10% til ársins 1945 og stóð svo í stað [7]. Örvhentum hélt ekki áfram að „fjölga“ heldur voru alltaf um 10% sem voru örvhent og eina sem breyttist var að örvhent börn fengu að vera örvhent. Þó margt hafi batnað í málefnum hinsegins fólks þá fær fólk enn ekki nægilega fræðslu, hinsegin fólki beitt ofbeldi, hinsegin börn lögð í einelti í skólum og lagalegur réttur hinsegin fólks víða skerður en allt þetta ýtir undir hræðslu og heldur fólki inni í skápnum. Samfélagið hefur lengi látið eins og risa hlutfall mannkyns sé ónáttúrulegt frávik sem hægt er að útrýma með ofsóknum. Hins vegar, þá sýnir sig margoft að það er ekki hægt en mun í staðinn bara fjölga þeim sem lifa í óhamingju [8][9]. Hinseginleikinn sem sást ekki hér áður endurspeglar bara fólk sem var í felum út af hræðslu og skömm. Jafnvel þó við þurfum ekki að afsaka tilvist okkar þá er vert að minna á að á hverju ári fæðist alveg jafn fjölbreytt fólk og það sem fæddist árið áður. Það er samfélagið sem þurrkar út þennan fjölbreytileika. Við eigum fullan rétt á að gert sé ráð fyrir okkur í öllum krókum og kimum samfélagsins enda erum við á engan hátt ónáttúruleg eða einhvers konar „nýtt fyrirbæri“. Aukum sýnileika og fræðslu til muna og sendum þannig sterk skilaboð til þess fólks sem hefur komið út í ljósið, sem og þeirra sem ennþá eru í felum, að það er velkomið í heiminn sama hvernig það er, enda alveg ljóst að sama hversu mikið eða lítið sýnileg við erum þá höfum við hinsegin fólk alltaf og munum alltaf vera til. [1] “LGBT+ Pride 2021 Global Survey,” Ipsos, 7. maí, 2021, https://www.ipsos.com/en/ipsos-lgbt-pride-2021-global-survey. [2] Judy Grahn, Another Mother Tongue: Gay Words, Gay Worlds, updated and expanded edition (Boston: Beacon Press, 1984), xi. [3] Anne Frank, "THURSDAY, JANUARY 6, 1944," í The Diary of a Young Girl. [4] James M. Saslow, Ganymede in the Renaissance: Homosexuality in Art and Society (New Haven: Yale University Press, 1986), 197. [5] Joseph Lelyveld, Great Soul: Mahatma Gandhi and His Struggle With India (New York: Alfred A. Knopf, 2011), 119. [6] Kara Cooney, The Woman Who Would Be King: Hatshepsut’s Rise to Power in Ancient Egypt (New York: Crown Publishing, 2014). [7] I. C. McManus, “The history and geography of human handedness” í Language Lateralization and Psychosis (Cambridge: Cambridge University Press, 2009), 37-40. [8] “EU LGBT survey: European Union lesbian, gay, bisexual and transgender survey”, FRA - European Union Agency for Funamental Rights, (Luxemburg: Publications Office of the European Union, 2013), 15-26. [9] John E. Pachankis, Richard Bränström, “How many sexual minorities are hidden? Projecting the size of the global closet with implications for policy and public health,” PLOS ONE, 13. júní, 2019, https://journals.plos.org/plosone/article?id=10.1371/journal.pone.0218084.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun