Viðskipti innlent

Áskorun að mæta aukinni eftir­spurn vegna eld­gossins

Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir eldgosið jákvæðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir eldgosið jákvæðar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu. Vísir

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gífurlega landkynningu felast í þeim myndbirtingum og þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem gosið hafi fengið í stórum fréttamiðlum um allan heim. Það hafi sýnt sig vel í síðasta gosi að slík kynning sé gríðarlega verðmæt fyrir Ísland sem áfangastað.

„Ég geri ráð fyrir að fyrirtæki munu, allavega einhver þeirra, nýta myndir og annað eins og þau gerðu í fyrra gosinu. Margir minnast stórrar auglýsingar Icelandair á Times Square í því samhengi svo mörg fyrirtæki munu eflaust nýta sér eitthvað slíkt.“

„Það er hins vegar spurning hvað það er mikið af framboði sem við getum fært yfir á þennan viðburð, það er mikið í gangi í bransanum akkúrat núna.“

Jóhannes Þór segir að nú þegar sé mikil eftirspurn til staðar og búið að binda mikið af fólki, bílum, þyrlum og öðru í vörur sem búið var að selja.

„Þannig að fyrirtækin eru núna mörg að sjá hvað þau geta gert til að bæta við fólki eða flytja vörur, og hætta að selja ákveðnar vörur annar staðar á landinu til þess að flytja þær þangað svo við verðum að sjá hversu vel þetta gengur.“


Tengdar fréttir

„Klikkað að gera“ eftir að gosið hófst

Ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að finna fyrir auknum þunga í bókunartölum vegna eldgossins í Meradölum. Framkvæmdastjóri þyrlufyrirtækis segir erlenda ferðamenn treysta á að gosið endist inn í haustið. Bókanir teygi sig inn í nóvember.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×