„Klikkað að gera“ eftir að gosið hófst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2022 23:00 Birgir Ómar Haraldsson er framkvæmdastjóri Norðurflugs. Hann segir félagið vart hafa undan í bókunum eftir að gjósa tók á Reykjanesskaga að nýju. Vísir/Ívar Ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að finna fyrir auknum þunga í bókunartölum vegna eldgossins í Meradölum. Framkvæmdastjóri þyrlufyrirtækis segir erlenda ferðamenn treysta á að gosið endist inn í haustið. Bókanir teygi sig inn í nóvember. Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil. Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira