Fékk líflátshótanir eftir klúðrið í Abu Dhabi: „Rasísk, ofbeldisfull og viðbjóðsleg skilaboð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2022 15:45 Masi vildi ekki tala við neinn eftir atvikið og einangraði sig. Bryn Lennon/Getty Images Ástralinn Michael Masi, fyrrum keppnisstjóri í Formúlu 1, gerði afdrifarík mistök í lokakeppni síðasta keppnistímabils. Hann segir sig og fjölskyldu sína hafa fengið líflátshótanir eftir atvikið. Hinn 44 ára gamli Masi fór ekki eftir reglum í lokakeppni tímabilsins þar sem Hollendingurinn Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton eftir öryggisbíl í lok keppninnar. Með því tryggði Verstappen sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Hamiltons. Hamilton hefði með sigri unnið sinn áttunda heimsmeistaratitil en hann og Michael Schumacher hafa unnið flesta í sögunni, sjö talsins. Stuðningsfólk Bretans virðast hafa látið reiði sína vegna málsins bitna á Masi. „Þetta voru myrkir dagar,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Masi. „Algjörlega, mér leið eins og ég væri hataðasti maður heims. Ég fékk líflátshótanir. Fólk sagði að þau kæmu á eftir mér og fjölskyldu minni,“ FIA, yfirstofnun Formúlu 1, rannsakaði málið og var niðurstaða þeirrar rannsóknar að mannleg mistök hefðu orðið þess valdandi að reglunum var misbeitt í lokakeppninni í Abu Dhabi í desember. Masi hætti í kjölfarið hjá FIA, en hann lauk formlega störfum fyrr í þessum mánuði. „Þetta voru sjokkerandi skilaboð,“ sagði hann um þau sem voru send á hann í gegnum samfélagsmiðla. Rasísk, ofbeldisfull, viðbjóðsleg - þau kölluðu mig öllum nöfnum undir sólinni.“ sagði Masi sem segist hafa einangrað sig í kjölfarið. „Ég vildi ekki tala við neinn,“ sagði Masi. „Ekki einu sinni fjölskyldu mína og vini. Ég talaði aðeins við mína nánustu fjölskyldu, en ekki mikið.“ Akstursíþróttir Ástralía Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hinn 44 ára gamli Masi fór ekki eftir reglum í lokakeppni tímabilsins þar sem Hollendingurinn Max Verstappen tók fram úr Lewis Hamilton eftir öryggisbíl í lok keppninnar. Með því tryggði Verstappen sér heimsmeistaratitilinn á kostnað Hamiltons. Hamilton hefði með sigri unnið sinn áttunda heimsmeistaratitil en hann og Michael Schumacher hafa unnið flesta í sögunni, sjö talsins. Stuðningsfólk Bretans virðast hafa látið reiði sína vegna málsins bitna á Masi. „Þetta voru myrkir dagar,“ hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir Masi. „Algjörlega, mér leið eins og ég væri hataðasti maður heims. Ég fékk líflátshótanir. Fólk sagði að þau kæmu á eftir mér og fjölskyldu minni,“ FIA, yfirstofnun Formúlu 1, rannsakaði málið og var niðurstaða þeirrar rannsóknar að mannleg mistök hefðu orðið þess valdandi að reglunum var misbeitt í lokakeppninni í Abu Dhabi í desember. Masi hætti í kjölfarið hjá FIA, en hann lauk formlega störfum fyrr í þessum mánuði. „Þetta voru sjokkerandi skilaboð,“ sagði hann um þau sem voru send á hann í gegnum samfélagsmiðla. Rasísk, ofbeldisfull, viðbjóðsleg - þau kölluðu mig öllum nöfnum undir sólinni.“ sagði Masi sem segist hafa einangrað sig í kjölfarið. „Ég vildi ekki tala við neinn,“ sagði Masi. „Ekki einu sinni fjölskyldu mína og vini. Ég talaði aðeins við mína nánustu fjölskyldu, en ekki mikið.“
Akstursíþróttir Ástralía Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira