Skoðun

Stöngin inn á Selfossi um verslunarmannahelgina

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Nú loks er komið að því að Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið á Selfossi eftir 10 ára bið. Mörgum er í fersku minni hve mótið sem haldið var í einstakri veðurblíðunni á Selfossi árið 2012 heppnaðist vel. Aðstaða fyrir keppendur og fjölskyldur var þá mjög góð. Í dag er hún enn betri, þjóðarhöll okkar Selfyssinga, Selfosshöllin risin, golfvöllurinn glæsilegri og keppnissvæði hesta- og mótorhjólamanna orðin ein þau bestu á landsvísu. Auk þess er aðstaða til sundiðkunar betri og svo má ekki gleyma öllum göngu og hjólreiðastígunum sem telja hundruð kílómetra út um allan bæ og niður í sveitir.

Glöggir sjá einnig að allur bragur Selfossbæjar hefur batnað til hins betra á undanförnum árum með tilkomu nýja/gamla miðbæjarins sem nú þegar hefur vakið mikla athygli bæði innanlands og utan og verður fullbyggður sá allra glæsilegasti á landinu.

Allt að verða klárt fyrir Unglingalandsmótið.Aðsent

Unglingalandsmótin í 30 ár

Unglingalandsmótin hafa verið haldin frá árinu 1992. Mótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt enda er hvergi betra fyrir fjölskylduna en að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgi. Það er einfaldlega staðreynd að það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í mótinu.

Á mótinu er keppt í fjölbreyttum greinum íþrótta fyrir 11–18 ára á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin þar sem okkar fremsta tónlistarfólk mun koma fram og skemmta. Þar fremsta í flokki má nefna Stuðlabandið frá Selfossi, heitasta band landsins nú um stundir auk þess sem að Bríet, frændurnir Jón Jónsson og Frikki Dór og Hr. Hnetusmjör munu koma fram auk margra annarra tónlistarsnillinga.

Velkomin á Selfoss, ég hlakka til að sjá ykkur öll skora stöngin inn um helgina!

Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur og Selfyssingur.

Hægt er að nálgast dagskránna og skrá sig til þátttöku á heimasíðu mótsins hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×