Handbolti

Bergur Elí til liðs við Ís­lands­meistara Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson og Bergur Elí handsala samninginn.
Snorri Steinn Guðjónsson og Bergur Elí handsala samninginn. Valur

Bergur Elí Rúnarsson er genginn í raðir Íslandsmeistara Vals. Hann semur til tveggja ára. 

Bergur Elí er fæddur árið 1995 og leikur nær eingöngu í stöðu hægri hornamanns. Hann kemur til Vals frá uppeldisfélagi sínu FH en Bergur Elí hefur einnig leikið með KR og Fjölni.

Ásamt því að eiga titil að verja, og vera í bikarkeppni hér á landi þá er Valur komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem þýðir að liðið mun spila að lágmarki tíu leiki heima og að heiman frá október og fram í febrúar.

Það verður því í nægu að snúast á Hlíðarenda í vetur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×