Viðskipti innlent

Magnús Kr. Inga­son tekur við sem for­stjóri Festi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi, tekur við sem forstjóri Festi frá næstu mánaðmótum, þar til nýr forstjóri tekur við.
Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi, tekur við sem forstjóri Festi frá næstu mánaðmótum, þar til nýr forstjóri tekur við. Aðsent

Stjórn Festi hefur ráðið Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Festi, sem forstjóra félagsins frá næstu mánaðarmótum, þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi.

Magnús Kr. Ingason er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Hann starfaði hjá KPMG frá 1994 til 1999 en réði sig þá sem forstöðumaður reikningshalds hjá Flugleiðum og var framkvæmdastjóri Fjárvakurs, dótturfélags Icelandair Group, frá 2003 fram á mitt ár 2019. Hann hefur verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festi frá janúar 2020.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Festi muni birta uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung 2022 eftir lokun markaða miðvikudaginn 27. júlí næstkomandi. Þá verði haldinn opinn kynningarfundur þann 28. júlí í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14 og þar muni Magnús kynna afkomu samstæðunnar og svara spurningum.

Þann 1. júní síðastliðinn tilkynnti Eggert Þór Kristófersson, fráfarandi forstjóri Festi, að hann hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst. Vakti sú ákvörðun athygli og töldu einhverjir að það væri maðkur í mysunni. 

Nú um miðjan júlí var boðið til hluthafafundar í Festi þar sem kosið var til stjórnar félagsins en þar héldu aðeins tveir stjórnarmanna sætum sínum.


Tengdar fréttir

Tveir stjórnar­menn héldu sætum sínum

Aðeins Guðjón Reynisson og Margrét Guðmundsdóttir héldu sætum sínum í stjórn Festi þegar kosið var til stjórnar í morgun. Þrír nýjir stjórnarmenn koma inn.

Eggert hættir sem forstjóri Festar

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar hf. hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. ágúst næstkomandi. Gert hefur verið samkomulag um starfslok Eggerts en Festi rekur meðal annars Krónuna, Elko og N1.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×