Viðskipti innlent

Tveir stjórnar­menn héldu sætum sínum

Árni Sæberg skrifar
Hluthafafundurinn fór fram í höfuðstöðvum Festi á Dalvegi.
Hluthafafundurinn fór fram í höfuðstöðvum Festi á Dalvegi. Stöð 2/Bjarni

Aðeins Guðjón Reynisson og Margrét Guðmundsdóttir héldu sætum sínum í stjórn Festi þegar kosið var til stjórnar í morgun. Þrír nýjir stjórnarmenn koma inn.

Nýju stjórnarmennirnir eru Magnús Júlí­us­son, aðstoðarmaður Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, Sig­ur­lína Ingvars­dótt­ir, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi stjórn­andi í tölvu­leikja­fram­leiðslu hjá EA Sports og Hjör­leif­ur Páls­son, stjórn­ar­formaður Sýn­ar.

Boðað var til hluthafafundar í Festi þar sem eina mál á dagskrá var kjör nýrrar félagsstjórnar. Mikill styr hefur staðið um störf stjórnar Festi eftir að í ljós kom að hún hafði frumkvæði að starfslokum Eggerts Þórs Kristóferssonar, þvert á það sem kom fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar.

Tilnefningarnefnd félagsins tilnefndi níu manns, þar af alla sitjandi stjórnarmenn. Þá voru fimm aðrir sem buðu sig fram til stjórnarsetu. Fáheyrt er að svo margir sækist eftir sæti í stjórn félags í kauphöllinni hér á landi.

Innherji fjallaði ítarlega um stjórnarkjörið í fyrradag:

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.