Bílar

Hyundai staðfestir væntanlegan ódýran og smáan rafbíl

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hyundai Ioniq 6.
Hyundai Ioniq 6.

Hyundai hefur staðfest að unnið sé að smáum og ódýrum rafbíl fyrir evrópskan markað. Verðið á að vera um 20.000 evrur eða um 2,8 milljónir króna. Bíllinn er ekki væntanlegur alveg strax. Huyndai kynnti nýlega Ioniq 6.

Hyundai Ioniq 5 er þegar kominn á markað og er ætlað að keppa við Tesla Model Y og Kia EV6. Ioniq 6 er stallbakur sem er ætlað að keppa við Tesla Model 3. Innan nokkurra ára ætlar Hyundai að kynna Ioniq 7, sem verður þriðju sætaröðinni. Það eru ekki margir rafbílar með þriðju sætaröðinni á markaðnum í dag.

Samkvæmt Andreas-Christoph Hofmann, markaðsstjóra Hyundai Motor Europe, ætlar Hyundai sér að koma grunn útgáfu af rafbíl á markað í Evrópu í framtíðinni. Hofmann sagði þó að „rafdrifinn smábíll“ muni taka tíma í þróun áður en hann veðrur framleiddur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.