Körfubolti

Isabella framlagshæst í sigri

Atli Arason skrifar
Isabella (t.v.) fer vel af stað með South Adelaide Panthers
Isabella (t.v.) fer vel af stað með South Adelaide Panthers Adelaidenow

Isabella Ósk Sigurðardóttir átti fínan leik þegar lið hennar South Adelaide Panthers vann 26 stiga sigur á Central Districts Lions, 78-52, í NBL One Central deildinni í Ástralíu.

Isabella var með langflest fráköst allra á vellinum en hún tók 13 fráköst á þeim 24 mínútum sem hún spilaði en ásamt því var Isabella líka með flesta stolna bolta á leikvellinum en hún rændi fimm boltum af andstæðingum sínum. Isabella gerði einnig 8 stig og gaf eina stoðsendingu.

Þessi flotta frammistaða hjá Isabellu skilaði því að hún var framlagshæst í liði sínu með 18 framlagspunkta.

Isabella og stöllur í South Adelaide Panthers eru í öðru sæti deildarinnar með 11 sigurleiki eftir 14 umferðir.

Hægt er að horfa á endursýningu af leiknum í nótt með því að smella hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.