SAS óskar eftir gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 07:44 SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. EPA Norræna flugfélagið SAS hefur leitað til dómstóla í New York í Bandaríkjunnum og óskað eftir gjaldþrotavernd þar vestra. SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila. Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
SAS greinir frá þessu í fréttatilkynningu í morgun. Um er að ræða svokallaða „11. kafla vernd“, en í slíkum tilvikum fara eigendur áfram með fulla stjórn fyrirtækisins á meðan tilhögunin stendur. Yfirvöld fylgjast þó vel með þróun skuldamála og eiga sæti við borðið í viðræðum SAS við lánardrottna. Samtímis veitir tilhögunin vernd gegn lánardrottnum sem gætu annars farið fram á að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. SAS hefur mikið verið í fréttum síðustu daga, meðal annars vegna verkfallsaðgerða flugmanna og miklum fjölda flugferða sem hefur verið aflýst. Í frétt DR segir að reiknað sé með að ferlið taki níu til tólf mánuði, en ákvörðunin um að óska eftir gjaldþrotavernd var tekin á stjórnarfundi SAS í morgun. Verður ráðist í endurskipulagningu á rekstrinum á meðan. Stjórnarformaðurinn Carsten Dilling segir að SAS muni halda starfseminni áfram líkt og verið hefur. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli, enda hafi fjölmörg flugfélög, stór sem smá, nýtt sér úrræðið með góðum árangri. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotavernd sé besti kosturinn í stöðunni,“ segir Dilling. SAS er að hluta í eigu danska og sænska ríkisins, auk einkaaðila.
Fréttir af flugi Svíþjóð Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Flugmenn SAS í verkfall Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand. 4. júlí 2022 12:02