Hugleiðing um hold Jóna Torfadóttir skrifar 2. júlí 2022 08:01 Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga um nakið, og birta myndir af sér hálfnöktu, ef því líður vel þannig. Hins vegar vekja þessar myndir mig mjög til umhugsunar um hvað kann að liggja að baki sem og mögulegar afleiðingar. Þetta er auðvitað ekkert nýtt. Viss karlablöð hafa jafnan verið stútfull af fáklæddum konum en einnig kvennablöð, sem er býsna merkilegt, því þau geyma einnig myndir af konum og oftar en ekki fáklæddum. Þar er konunni sýnt hvernig skal mála sig, klæða sig (ekki) og haga sér til að næla sér í maka. Það er eðlilegt að kynin vilji ganga í augun hvert á öðru en það er gömul saga og ný að allt þetta sjónarspil er jafnan á forsendum feðraveldisins. Myndirnar sem áður fylltu blöðin hafa nú fundið sér nýjan farveg. Líkt og fyrr segir er hver Instagram-reikningurinn fullur af fótósjoppuðum brjóstaskorum og rasskinnum í hinni eilífu samkeppni í að heilla (karl)mann og annan, safna fylgjendum og lækum. Þetta sýnist mér vera það sem að baki býr; ómerkileg (fegurðar)samkeppni, því miður. Það sem veldur mér þó mestum áhyggjum er að þegar þessi hegðun þykir eðlileg og sjálfsögð er hægara en ella að að stíga skrefinu lengra og sýna aðeins meiri nekt á OnlyFans og verða jafnvel dáðari og fjáðari fyrir vikið. OnlyFans hefur fengið býsna jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og er jafnvel útmálaður þar sem valdeflandi vettvangur fyrir ungar stúlkur. Þetta er einfeldningsleg og hættuleg orðræða sem kann að glepja ungt fólk til að velja þessa leið án þess að huga nokkuð að afleiðingunum. Þarna ríkir hörð samkeppni sem gerir að verkum að konur ganga stundum lengra en þær ætluðu sér. Þá er auðvelt að afrita efni og nýta gegn konum sem vilja síður að það fari í almenna umferð. Til marks um vondar afleiðingar OnlyFans hafa Stígamót tekið á móti stúlkum sem hafa glímt við bæði kvíða og sjálfsvígshugsanir eftir að hafa verið á þessum vettvangi. (Brynhildur Björnsdóttir 2022: 16) Þetta getur verið snúið. Kona á auðvitað að hafa fullt forræði yfir líkama sínum og má bera hann að vild, að sjálfsögðu. Öðru máli hlýtur hins vegar að gegna um að hlutgera kvenlíkamann og stilla sér upp sem fótósjoppuðum sýningargrip. Þetta getur verið snúið en það er samt augljós munur á mynd af fáklæddri konu hlaupa um á ströndinni eða rassrauf sem er nánast troðið upp í linsuna, líkt og í senu úr einhverri klámmynd. Slík hegðun getur seint talist valdeflandi og er sannarlega vond fyrirmynd fyrir þær stúlkur og stálp sem nú eru að vaxa úr grasi. Heimild: Brynhildur Björnsdóttir. (2022). Venjulegar konur: Vændi á Íslandi. Mál og menning. Höfundur er sósíalískur femínisti.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun