Formúla 1

Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Ver­stappen um ras­isma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lewis Hamilton notaði samfélagsmiðla til að tjá óánægju sína og margir hafa tekið undir gagnrýni hans á fyrrum heimsmeistara.
Lewis Hamilton notaði samfélagsmiðla til að tjá óánægju sína og margir hafa tekið undir gagnrýni hans á fyrrum heimsmeistara. Getty/Clive Rose

Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma.

Sá um ræðir er Nelson Piquet sem er 69 ára gamall í dag en Brasilíumaðurinn vann þrjá heimsmeistaratitla frá 1981 til 1987.

Piquet notaði rassísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Max Verstappen í Silverstone kappakstrinum.

Það fylgir sögunni að Piquet er faðir Kelly sem er kærasta Verstappen.

Hamilton missti heimsmeistaratitilinn til Max Verstappen á síðustu metrunum á síðasta tímabili en hann hafði þá unnið fjóra heimsmeistaratitla í röð.

„Þetta er meira en notkun á einstökum orðum. Þessi úrelti hugsunarháttur verður að breytast og það er ekkert pláss fyrir svona í okkar íþrótt. Ég hef verið umkringdur svona hugarfari alla tíð og verið skotspónn allt mitt líf,“ skrifaði Lewis Hamilton á Twitter.

„Menn hafa fengið nægan tíma til aðl læra og nú er kominn tími á aðgerðir,“ skrifaði Hamilton.

Forráðamenn formúlu eitt og Mercedes hafa líka fordæmt orðanotkun Nelson Piquet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×