Mun tífalda föngun og förgun koltvísýrings á Hellisheiði Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2022 07:59 Mammoth er átjánda verkefni Climeworks og verður annað lofthreinsiver fyrirtækisins sem starfrækt er í beinum tengslum við förgun koldíoxíðs á staðnum. Carbfix Framkvæmdir við Mammoth, nýju lofthreinsiveri Climeworks á Hellisheiði, eru hafnar og er áætlað að verið muni tífalda núverandi afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmsloft á svæðinu. Lofthreinsiverið er unnið í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, en á svæðinu er fyrir Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa síðasta haust og var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Sagt er frá framkvæmdunum í fréttatilkynningu frá Carbfix. Þar kemur fram að með nýja lofthreinsiverinu muni afköst föngunar á Hellisheiði fara úr fjórum þúsundum tonna af koltvísýringi á ári í alls 40 þúsund tonn. Því sé svo fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir á innan við tveimur árum. „Mammoth er átjánda verkefni Climeworks og verður annað lofthreinsiver fyrirtækisins sem starfrækt er í beinum tengslum við förgun koldíoxíðs á staðnum. Tækninni má beita þar sem saman fara endurnýjanleg orka og möguleikar á förgun CO2 og vinnur Climeworks nú að tilraunaverkefnum á nokkrum stöðum í heiminum,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár.Carbfix Hefur afgerandi þýðingu Haft er eftir Jan Wurzbacher, annars tveggja stofnanda og forstjóra hins svissneska Climeworks, að þetta séu mikilvæg tímamót fyrir Climeworks og iðnaðinn í heild sinni. „Með Mammoth nýtum við möguleikana sem tækni okkar býður upp á til að stækka hratt og leggjum grunn að því markmiði okkar að ná afköstum sem mæld verða í milljörðum tonna af CO2 á ári og geta þannig haft afgerandi þýðingu fyrir loftslag jarðar.” Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir þetta vera mikilvægt skref í þróun og skölun tækni sem fangar koltvísýring beint úr andrúmslofti og það njóti góðs af tíu ára reynslu Carbfix af því að steinrenna koltvísýringinn á öruggan hátt.“ Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.Aðsend Í tilkynningunni segir ennfremur að í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna komi fram að auk verulegs samdráttar í losun sé föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarki hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni komi fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta. „Til að ná markmiði um að fanga milljarð tonna af CO2 fyrir 2050 þurfa afköstin að verða mæld í milljónum tonna fyrir 2030. Enginn hefur áður byggt lofthreinsiver eins og þetta og við erum bæði auðmjúk og raunsæ gagnvart þeirri staðreynd að lykillinn að árangri er að öðlast reynslu í rekstri tækninnar eins fljótt og hægt er. Hratt innleiðingarferli okkar mun gera okkur kleift að byggja öflugustu einingarnar á milljóna tonna skala,” er haft eftir Cristoph Gebald, annar meðstofnenda og forstjóra Climeworks. Staðsetti í Jarðhitagarði ON Um verkefnið segir að Orka náttúrunnar útvegi lofthreinsiverinu rafmagn, skiljuvatn og kalt vatn, en það verði staðsett í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði, eins og Orca sem þar er fyrir. „Mammoth verður umtalsverð og ánægjuleg viðbót við Jarðhitagarðinn okkar á Hellisheiði en tilgangur hans er einmitt að styðja við þróun á loftslagsvænni tækni. Með honum viljum við fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti með hringrásarhugsun að leiðarljósi,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON. „Orka náttúrunnar hefur dregið verulega úr losun CO2 frá Hellisheiðarvirkjun með föngun og förgun í samvinnu við Carbfix og markmiðið er að hún verði sporlaus árið 2025,“ segir Berglind Rán. Loftslagsmál Ölfus Tengdar fréttir Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Lofthreinsiverið er unnið í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar, en á svæðinu er fyrir Orca, lofthreinsiver Climeworks, sem tók til starfa síðasta haust og var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár. Sagt er frá framkvæmdunum í fréttatilkynningu frá Carbfix. Þar kemur fram að með nýja lofthreinsiverinu muni afköst föngunar á Hellisheiði fara úr fjórum þúsundum tonna af koltvísýringi á ári í alls 40 þúsund tonn. Því sé svo fargað neðanjarðar með Carbfix tækninni, þar sem það hvarfast við berggrunninn og myndar steindir á innan við tveimur árum. „Mammoth er átjánda verkefni Climeworks og verður annað lofthreinsiver fyrirtækisins sem starfrækt er í beinum tengslum við förgun koldíoxíðs á staðnum. Tækninni má beita þar sem saman fara endurnýjanleg orka og möguleikar á förgun CO2 og vinnur Climeworks nú að tilraunaverkefnum á nokkrum stöðum í heiminum,“ segir í tilkynningunni. Áætlað er að nýja verið, Mammoth, taki til starfa eftir eitt og hálft til tvö ár.Carbfix Hefur afgerandi þýðingu Haft er eftir Jan Wurzbacher, annars tveggja stofnanda og forstjóra hins svissneska Climeworks, að þetta séu mikilvæg tímamót fyrir Climeworks og iðnaðinn í heild sinni. „Með Mammoth nýtum við möguleikana sem tækni okkar býður upp á til að stækka hratt og leggjum grunn að því markmiði okkar að ná afköstum sem mæld verða í milljörðum tonna af CO2 á ári og geta þannig haft afgerandi þýðingu fyrir loftslag jarðar.” Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir þetta vera mikilvægt skref í þróun og skölun tækni sem fangar koltvísýring beint úr andrúmslofti og það njóti góðs af tíu ára reynslu Carbfix af því að steinrenna koltvísýringinn á öruggan hátt.“ Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.Aðsend Í tilkynningunni segir ennfremur að í nýjustu loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna komi fram að auk verulegs samdráttar í losun sé föngun og förgun CO2 úr andrúmslofti nauðsynleg í meirihluta þeirra sviðsmynda sem takmarki hlýnun andrúmsloftsins við 1,5 gráður árið 2100. Í skýrslunni komi fram að til að ná því markmiði þurfi að fanga allt að 310 milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu til næstu aldamóta. „Til að ná markmiði um að fanga milljarð tonna af CO2 fyrir 2050 þurfa afköstin að verða mæld í milljónum tonna fyrir 2030. Enginn hefur áður byggt lofthreinsiver eins og þetta og við erum bæði auðmjúk og raunsæ gagnvart þeirri staðreynd að lykillinn að árangri er að öðlast reynslu í rekstri tækninnar eins fljótt og hægt er. Hratt innleiðingarferli okkar mun gera okkur kleift að byggja öflugustu einingarnar á milljóna tonna skala,” er haft eftir Cristoph Gebald, annar meðstofnenda og forstjóra Climeworks. Staðsetti í Jarðhitagarði ON Um verkefnið segir að Orka náttúrunnar útvegi lofthreinsiverinu rafmagn, skiljuvatn og kalt vatn, en það verði staðsett í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði, eins og Orca sem þar er fyrir. „Mammoth verður umtalsverð og ánægjuleg viðbót við Jarðhitagarðinn okkar á Hellisheiði en tilgangur hans er einmitt að styðja við þróun á loftslagsvænni tækni. Með honum viljum við fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti með hringrásarhugsun að leiðarljósi,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra ON. „Orka náttúrunnar hefur dregið verulega úr losun CO2 frá Hellisheiðarvirkjun með föngun og förgun í samvinnu við Carbfix og markmiðið er að hún verði sporlaus árið 2025,“ segir Berglind Rán.
Loftslagsmál Ölfus Tengdar fréttir Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31