Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 13:16 Reykjavík loftmyndir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira