Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 13:16 Reykjavík loftmyndir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira