Er kjarnorkuafvopnun á dagskrá ríkisstjórnarinnar? Guttormur Þorsteinsson skrifar 22. júní 2022 08:30 Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Kjarnorka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun