Ungt fólk er ekki vandamálið, braskarar eru meinið Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. júní 2022 07:00 Seðlabanki Íslands lækkaði í gær veðsetningarhlutfall á fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði úr 90% í 85%. Það merkir að ungt fólk sem vill kaupa 60 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, sem kostar í dag að meðaltali um 39 m.kr., þarf að leggja fram 5.850 þús. kr. sem eigið fé til kaupanna. Fyrir ári kostaði sama íbúð um 32,5 m.kr. og þá dugði unga fólkinu að leggja fram 3.250 þús. kr. Til að komast í eigið húsnæði þarf unga fólkið því að leggja fram 2,6 m.kr. meira í útborgun í dag en í fyrra, mest vegna breyttra reglna Seðlabankans en einnig vegna verðhækkana. Ungu fólki hent fyrir úlfana Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir ungt fólk. Færri komast nú af hinum andstyggilega leigumarkaði þar sem stjórnvöld leyfa bröskurum og okrurum að mergsjúga leigjendur. Ef þú kaupir 39 m.kr. íbúð með 90% verðtryggðu láni með 2,8% vöxtum, eins og Lífeyrissjóður verslunarmanna býður upp á í dag, þarftu að greiða af láninu tæplega 122 þús. kr. á mánuði. Með fasteignagjöldum verður kostnaðurinn tæplega 128 þús. kr. Það er engin leið að þú getir leigt 60 ferm. íbúð á því verði í dag. Meðalverð þinglýstra samninga er um 188 þús. kr. Félagslegar leiguíbúðir, stúdentaíbúðir og íbúðir Bjargs halda niðri meðalverði þinglýstra samningar. Verðið á svona íbúð á almennum markaði er líklega um 230 þús. kr. í dag. Unga fólkið sem ekki á þessar auka 2,6 m.kr. er því dæmt til að greiða mánaðarlega 110 þús. kr. hærri húsnæðiskostnað en ef það fengi að kaupa íbúð. Það er því ólíklegra að unga fólkinu takist að safna upp í útborgun. Besta leiðin til að ná því væri að losna af leigumarkaði. Svona er þetta nú allt öfugsnúið í ríki Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra, Bjarna Benediktssonar efnahagsmálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar húsnæðismálaráðherra. Til að vinna á verðbólgu og eignabólu vilja þessir herramenn að unga fólkið borgi 110 þúsund krónum meira í húsnæðiskostnað. Hversu galið er það? Fölsk væntumþykja Réttlætingin fyrir aðgerðinni er sú, að Seðlabankinn sé að vernda unga fólkið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. Braskarar hafa spennt upp fasteignaverð og það er ekki ólíklegt að það dunki á næstunni. Þá getur ungt fólk með þunnt eigið fé, aðeins 10% mörg fyrstu ár kaupanna, lent í vandræðum. Jafnvel misst íbúðina. En það mætti setja lög til að vernda fólk sem er að kaupa sér húsnæði, banna lánardrottnum að taka íbúðir af fólki í tímabundnum fjárhagserfiðleikum eða sem lent hefur í tímabundinni verðlækkun húsnæðis. Það eru miklu mildari leiðir en að senda fólkið út á óregluvæddan leigumarkað þar sem það þarf að borga aukalegar 110 þús. kr. á mánuði, 1,3 m.kr. á ári. 6,6 m.kr. á fimm ára fresti í óþarfan húsnæðiskostnað. Önnur aðgerð væri náttúrlega að regluvæða leigumarkaðinn og stöðva okrið þar, eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. En Ásgeir, Bjarni og Siguður Ingi hafa engin slík áform uppi. Braskið er meinið, ekki unga fólkið Besta leiðin til að slá á hækkun húsnæðisverðs er að ráðast að meininu sjálfu, sem er braskvæðing markaðarins. Undanfarin ár hafa æ fleiri íbúðir farið til fólks og fyrirtækja sem eiga fleiri en eina íbúð, ekki til hefðbundinni kaupenda sem eru að kaupa heimili fyrir fjölskyldu sína. Það er þessi ásókn braskara inn á markaðinn sem hefur spennt upp verðið. Þar sem þeir ætla að setja íbúðirnar út á óregluvæddan leigumarkað geta braskararnir borgað mun hærra verð en venjulegir kaupendur. Braskararnir ætla sér ekki að borga þessar íbúðir sjálfir heldur láta leigjendur borga þær fyrir sig. Skaðinn af þessu er tvöfaldur. Fyrst hækkar fasteignaverð svo færri komast inn á séreignamarkað. Svo hækka braskararnir leiguna svo þau sem eru föst á leigumarkaði eru ólíklegri til að geta safnað fyrir útborgun í æ dýrari íbúðir. Þetta ástand hefur ríkt lengi og ráðafólki er vel ljós skaðinn sem þetta veldur. Það kýs að gera ekkert og styðja þessa þróun. Nú síðast með því að hindra unga fólkið til að kaupa íbúðir svo braskararnir geti keypt fleiri. Lausnin er einföld Það er sáraeinfalt að draga úr áhrifum af bröskurum. Halda mætti veðhlutfalli fyrstu kaupenda óbreyttu í 90% og 85% hjá fólki sem á íbúð en ætlar sér að endurnýja. Veðhlutfall hjá þeim sem eiga íbúð og vilja kaupa aðra íbúð mætti hins vegar lækka í 50% og í 25% hjá þeim sem ætla að kaup sér þriðju íbúðina. Og fyrir fólk og fyrirtæki sem á þegar þrjár íbúðir mætti veðhlutfallið vera 0%, þau yrði að staðgreiða íbúðirnar. Þetta myndi slá hratt á markaðinn. Þegar hann hefur lækkað má rýmka þessar reglur aftur, ef vill. Í dag getur braskari sem á 100 m.kr. keypt 17 íbúðir eins og ég tók dæmi af áðan, 60 fm. meðal-íbúð í höfuðborgarsvæðinu. Með nýju kerfi gæti hann bara keypt þrjár og hálfa og allar hinar íbúðirnar stæðu til boða fyrir fyrstu kaupendum og þau sem vilja flytja. Ef það er einhver hópur sem gerir ógagn á húsnæðismarkaði þá eru það braskarar og okrarar, þeir eru fyrir og þeir valda skaða. Það er hins vegar enginn skaði af því að hefta umsvif þeirra. Þeir gera ekkert gott. Þessi aðgerð myndi slá mun fyrr á markaðinn og hafa jákvæðari áhrif en að hrekja ungt fólk frá eignakaupum og út á leigumarkaðinn. En þeim Ásgeiri, Bjarna og Sigurði Inga finnst vænna um braskara en ungt fólk og þess vegna dettur þeim ekki í hug svona aðgerð. Þannig er það bara. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði í gær veðsetningarhlutfall á fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði úr 90% í 85%. Það merkir að ungt fólk sem vill kaupa 60 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, sem kostar í dag að meðaltali um 39 m.kr., þarf að leggja fram 5.850 þús. kr. sem eigið fé til kaupanna. Fyrir ári kostaði sama íbúð um 32,5 m.kr. og þá dugði unga fólkinu að leggja fram 3.250 þús. kr. Til að komast í eigið húsnæði þarf unga fólkið því að leggja fram 2,6 m.kr. meira í útborgun í dag en í fyrra, mest vegna breyttra reglna Seðlabankans en einnig vegna verðhækkana. Ungu fólki hent fyrir úlfana Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir ungt fólk. Færri komast nú af hinum andstyggilega leigumarkaði þar sem stjórnvöld leyfa bröskurum og okrurum að mergsjúga leigjendur. Ef þú kaupir 39 m.kr. íbúð með 90% verðtryggðu láni með 2,8% vöxtum, eins og Lífeyrissjóður verslunarmanna býður upp á í dag, þarftu að greiða af láninu tæplega 122 þús. kr. á mánuði. Með fasteignagjöldum verður kostnaðurinn tæplega 128 þús. kr. Það er engin leið að þú getir leigt 60 ferm. íbúð á því verði í dag. Meðalverð þinglýstra samninga er um 188 þús. kr. Félagslegar leiguíbúðir, stúdentaíbúðir og íbúðir Bjargs halda niðri meðalverði þinglýstra samningar. Verðið á svona íbúð á almennum markaði er líklega um 230 þús. kr. í dag. Unga fólkið sem ekki á þessar auka 2,6 m.kr. er því dæmt til að greiða mánaðarlega 110 þús. kr. hærri húsnæðiskostnað en ef það fengi að kaupa íbúð. Það er því ólíklegra að unga fólkinu takist að safna upp í útborgun. Besta leiðin til að ná því væri að losna af leigumarkaði. Svona er þetta nú allt öfugsnúið í ríki Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra, Bjarna Benediktssonar efnahagsmálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar húsnæðismálaráðherra. Til að vinna á verðbólgu og eignabólu vilja þessir herramenn að unga fólkið borgi 110 þúsund krónum meira í húsnæðiskostnað. Hversu galið er það? Fölsk væntumþykja Réttlætingin fyrir aðgerðinni er sú, að Seðlabankinn sé að vernda unga fólkið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. Braskarar hafa spennt upp fasteignaverð og það er ekki ólíklegt að það dunki á næstunni. Þá getur ungt fólk með þunnt eigið fé, aðeins 10% mörg fyrstu ár kaupanna, lent í vandræðum. Jafnvel misst íbúðina. En það mætti setja lög til að vernda fólk sem er að kaupa sér húsnæði, banna lánardrottnum að taka íbúðir af fólki í tímabundnum fjárhagserfiðleikum eða sem lent hefur í tímabundinni verðlækkun húsnæðis. Það eru miklu mildari leiðir en að senda fólkið út á óregluvæddan leigumarkað þar sem það þarf að borga aukalegar 110 þús. kr. á mánuði, 1,3 m.kr. á ári. 6,6 m.kr. á fimm ára fresti í óþarfan húsnæðiskostnað. Önnur aðgerð væri náttúrlega að regluvæða leigumarkaðinn og stöðva okrið þar, eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. En Ásgeir, Bjarni og Siguður Ingi hafa engin slík áform uppi. Braskið er meinið, ekki unga fólkið Besta leiðin til að slá á hækkun húsnæðisverðs er að ráðast að meininu sjálfu, sem er braskvæðing markaðarins. Undanfarin ár hafa æ fleiri íbúðir farið til fólks og fyrirtækja sem eiga fleiri en eina íbúð, ekki til hefðbundinni kaupenda sem eru að kaupa heimili fyrir fjölskyldu sína. Það er þessi ásókn braskara inn á markaðinn sem hefur spennt upp verðið. Þar sem þeir ætla að setja íbúðirnar út á óregluvæddan leigumarkað geta braskararnir borgað mun hærra verð en venjulegir kaupendur. Braskararnir ætla sér ekki að borga þessar íbúðir sjálfir heldur láta leigjendur borga þær fyrir sig. Skaðinn af þessu er tvöfaldur. Fyrst hækkar fasteignaverð svo færri komast inn á séreignamarkað. Svo hækka braskararnir leiguna svo þau sem eru föst á leigumarkaði eru ólíklegri til að geta safnað fyrir útborgun í æ dýrari íbúðir. Þetta ástand hefur ríkt lengi og ráðafólki er vel ljós skaðinn sem þetta veldur. Það kýs að gera ekkert og styðja þessa þróun. Nú síðast með því að hindra unga fólkið til að kaupa íbúðir svo braskararnir geti keypt fleiri. Lausnin er einföld Það er sáraeinfalt að draga úr áhrifum af bröskurum. Halda mætti veðhlutfalli fyrstu kaupenda óbreyttu í 90% og 85% hjá fólki sem á íbúð en ætlar sér að endurnýja. Veðhlutfall hjá þeim sem eiga íbúð og vilja kaupa aðra íbúð mætti hins vegar lækka í 50% og í 25% hjá þeim sem ætla að kaup sér þriðju íbúðina. Og fyrir fólk og fyrirtæki sem á þegar þrjár íbúðir mætti veðhlutfallið vera 0%, þau yrði að staðgreiða íbúðirnar. Þetta myndi slá hratt á markaðinn. Þegar hann hefur lækkað má rýmka þessar reglur aftur, ef vill. Í dag getur braskari sem á 100 m.kr. keypt 17 íbúðir eins og ég tók dæmi af áðan, 60 fm. meðal-íbúð í höfuðborgarsvæðinu. Með nýju kerfi gæti hann bara keypt þrjár og hálfa og allar hinar íbúðirnar stæðu til boða fyrir fyrstu kaupendum og þau sem vilja flytja. Ef það er einhver hópur sem gerir ógagn á húsnæðismarkaði þá eru það braskarar og okrarar, þeir eru fyrir og þeir valda skaða. Það er hins vegar enginn skaði af því að hefta umsvif þeirra. Þeir gera ekkert gott. Þessi aðgerð myndi slá mun fyrr á markaðinn og hafa jákvæðari áhrif en að hrekja ungt fólk frá eignakaupum og út á leigumarkaðinn. En þeim Ásgeiri, Bjarna og Sigurði Inga finnst vænna um braskara en ungt fólk og þess vegna dettur þeim ekki í hug svona aðgerð. Þannig er það bara. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar