Perrinn í stuttbuxunum Gunnar Dan Wiium skrifar 12. júní 2022 12:01 Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar