Perrinn í stuttbuxunum Gunnar Dan Wiium skrifar 12. júní 2022 12:01 Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun