Viðskipti innlent

Bein út­sending: Veg­vísir að vist­vænni mann­virkja­gerð 2030

Atli Ísleifsson skrifar
Viðfangsefnið var að meta losun íslenskra bygginga, setja markmið um að draga úr þeirri losun fyrir 2030 og skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum.
Viðfangsefnið var að meta losun íslenskra bygginga, setja markmið um að draga úr þeirri losun fyrir 2030 og skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Vísir/Vilhelm

„Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030: Losun, Markmið og aðgerðir“ er yfirskrift fundar sem Byggjum grænni framtíð, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs um vistvæna mannvirkjagerð, stendur fyrir og hefst klukkan 14 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan.

Fundurinn er haldinn í tilefni af útgáfu á Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030, en í hópi ræðumanna eru tveir ráðherrar í ríkisstjórn – Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra.

Í tilkynningu segir að Vegvísirinn hafi verið unninn á vegum samstarfsvettvangsins.

„Viðfangsefnið var að meta losun íslenskra bygginga, setja markmið um að draga úr þeirri losun fyrir 2030 og skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Hátt í 200 einstaklingar innan allrar virðiskeðju mannvirkjageirans komu að þessari vinnu og verða niðurstöður hennar birtar í vegvísinum.

Á fundinum verða helstu efnistök vegvísisins kynnt í fyrsta sinn og þau rædd meðal ólíkra hagaðila,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Dagskrá

Kl. 14:00-15:15:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra - Ávarp
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra - Ávarp
  • Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, teymisstjóri hjá HMS: Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030: Losun, markmið og aðgerðir

Pallborð I:

  • Umræðustjóri: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdarstjóri hjá Vegagerðinni
  • Hermann Jónasson, forstjóri HMS
  • Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri hjá Orkustofnun
  • Ólafur Árnason, forstöðumaður hjá Skipulagsstofnun
  • Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg

Pallborð II:

  • Umræðustjóri: Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun
  • Bjarma Magnúsdóttir, umhverfisstjóri ÍAV
  • Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Eflu
  • Kai Westphal, framkvæmdastjóri hjá Steypustöðinni
  • Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Regin fasteignafélagi
  • Þröstur Söring, framkvæmdastjóri hjá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum
  • Fundarstjóri: Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI

Kl. 15:15-16:00:

Spjall og veitingar að fundi loknum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×