Handbolti

Grímur hættir hjá ÍBV

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Grímur Hergeirsson þjálfaði á Selfossi áður en hann færði sig til Eyja.
Grímur Hergeirsson þjálfaði á Selfossi áður en hann færði sig til Eyja. Vísir/Vilhelm

Grímur Hergeirsson verður ekki í þjálfarateymi ÍBV í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð.

Frá þessu er greint á vef Tíguls í Vestmannaeyjum. Fékk Grímur þakklætisvott frá félaginu á lokahófi þess í gærkvöld, föstudag. Grímur kom inn í þjálfarateymi ÍBV fyrir ári síðan eftir að hafa flutt til Vestmannaeyja til að sinna starfi lögreglustjóra.

Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Erlingur væri hættur sem landsliðsþjálfari Hollands en allt bendir til þess að hann verði áfram með ÍBV.

Grímur er vel þekktur innan handboltans hér á landi en hann þjálfaði Selfoss tímabilið 2019-2020 og var aðstoðarþjálfari nokkur ár þar á undan, meðal annars þegar liðið varð Íslandsmeistari vorið 2019.

ÍBV fór alla leið í úrslit Olís deildarinnar á liðinni leiktíð. Mátti það sín hins vegar lítils gegn Val sem varð Íslandsmeistari eftir fjögurra leikja einvígi.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.