Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium skrifar 3. júní 2022 10:00 Ég get auðveldlega kennt samfélagi um hvernig fyrir mér er komið. Ég get kennt foreldrum mínum um að ekki hafa veitt mér nógu mikin stöðuleika. Ég get kennt kapitaliskum ofurstrúktur um gríðarlegar sveiflur sem hafa áhrif á hvernig ég bý og hvað ég get gefið barninu mínu að borða. Ég get kennt Sjálfstæðisflokknum um spillingu og síendurtekin arðrán eða ég get kennt skólakerfinu um hvernig umsjónakennararnir mínir höfðu ekki nógu mikla ástríðu fyrir starfinu sem þau kusu sér. En, þegar öllu er á botninn hvolft ber ég ábyrgðina, ég ber ábyrgina að losa líkamana við eitrið sem áföllin spúðu út í kerfið, það er nefnilega hægt en skilyrðin fyrir því eru að ég skilji hvað gerist þegar ég upplifi vanmátt og stjórnleysi, sem barn og sem fullorðinn. Ég þarf að skilja sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég fer í varnarstöðu, sókn og frost, algjört frost, hvað gerist? Ég þarf að skilja hvað gerist og hverjar afleiðingarnar eru. Ég ber ábyrgð á að endurmennta mig eftir hag og þörfum. Ég ber ábyrgð að kjósa rétt, þó ekki að það væri nema bara að kjósa ekki gíslatökumanninn tímabil eftir tímabil. Ég er ekkert barn lengur, ég ber ábyrgð og mér ber skylda til að standa upp og hreinsa í eigin bakgarði afleiðingar eitraðs samfélags. Það er það sem raunveruleg sjálfbærni snýst um. Sjálfbærni eins og hún er kennd okkur snýr að vera ekki öðrum háð, það er alveg rétt að vissu leiti. En að vera ekki öðrum háð þýðir ekki að við komumst upp með algjört tengslarof, ég í holdi og blóði þarf að rækta tengsl við sjálfan mig svo að innsæi og dómgreind sé til staðar svo og ég geti tekið réttar ákvarðanir heildinni til blessunar. Ég þarf að rækta tengsl við náttúru svo að börnin mín og barnabörn fái að vera hér áfram. Ég þarf að rækta tengsl við náungan svo að við lifum í kærleik og samkennd því við sem manneskjur erum víruð til þess, þar þrífumst við, allt annað er lýgi og sögð af örfáum sem hagnast af tengslarofum í nafni einkavæðingar. Viðvæðumst í tengslum við hvort annað og tökum ábyrgð, hættum að kenna aðstæðum um ófarir okkar og hreinsum til. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get auðveldlega kennt samfélagi um hvernig fyrir mér er komið. Ég get kennt foreldrum mínum um að ekki hafa veitt mér nógu mikin stöðuleika. Ég get kennt kapitaliskum ofurstrúktur um gríðarlegar sveiflur sem hafa áhrif á hvernig ég bý og hvað ég get gefið barninu mínu að borða. Ég get kennt Sjálfstæðisflokknum um spillingu og síendurtekin arðrán eða ég get kennt skólakerfinu um hvernig umsjónakennararnir mínir höfðu ekki nógu mikla ástríðu fyrir starfinu sem þau kusu sér. En, þegar öllu er á botninn hvolft ber ég ábyrgðina, ég ber ábyrgina að losa líkamana við eitrið sem áföllin spúðu út í kerfið, það er nefnilega hægt en skilyrðin fyrir því eru að ég skilji hvað gerist þegar ég upplifi vanmátt og stjórnleysi, sem barn og sem fullorðinn. Ég þarf að skilja sjálfan mig í aðstæðum þar sem ég fer í varnarstöðu, sókn og frost, algjört frost, hvað gerist? Ég þarf að skilja hvað gerist og hverjar afleiðingarnar eru. Ég ber ábyrgð á að endurmennta mig eftir hag og þörfum. Ég ber ábyrgð að kjósa rétt, þó ekki að það væri nema bara að kjósa ekki gíslatökumanninn tímabil eftir tímabil. Ég er ekkert barn lengur, ég ber ábyrgð og mér ber skylda til að standa upp og hreinsa í eigin bakgarði afleiðingar eitraðs samfélags. Það er það sem raunveruleg sjálfbærni snýst um. Sjálfbærni eins og hún er kennd okkur snýr að vera ekki öðrum háð, það er alveg rétt að vissu leiti. En að vera ekki öðrum háð þýðir ekki að við komumst upp með algjört tengslarof, ég í holdi og blóði þarf að rækta tengsl við sjálfan mig svo að innsæi og dómgreind sé til staðar svo og ég geti tekið réttar ákvarðanir heildinni til blessunar. Ég þarf að rækta tengsl við náttúru svo að börnin mín og barnabörn fái að vera hér áfram. Ég þarf að rækta tengsl við náungan svo að við lifum í kærleik og samkennd því við sem manneskjur erum víruð til þess, þar þrífumst við, allt annað er lýgi og sögð af örfáum sem hagnast af tengslarofum í nafni einkavæðingar. Viðvæðumst í tengslum við hvort annað og tökum ábyrgð, hættum að kenna aðstæðum um ófarir okkar og hreinsum til. Höfundur starfar sem smíðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar