Sársaukafullar vaxtahækkanir framundan Halldór Kári Sigurðarson skrifar 3. júní 2022 09:00 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er á húsnæðisverðsþróun eftir sveitarfélögum og hverfum má sjá að hvað mestar hækkanir hafa verið í Breiðholti, Árbænum og miðbænum. Miklar verðhækkanir í Breiðholti og Árbæ skýrast e.t.v af því að fólk hefur sótt í ódýrari svæði í þeim miklu verðhækkunum sem hafa átt sér stað undanfarið ár. Í miðbænum eru það svo nýbyggðar lúxusíbúðir sem valda mikilli hækkun á meðalfermetraverði. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Þessar verðhækkanir þrýsta á verðbólguna sem mælist nú 7,6% og útlit er fyrir að hún eigi eftir að aukast enn frekar. Í nýjustu útgáfu peningamála hækkaði Seðlabankinn verðbólguspá sína töluvert og fer toppurinn úr 5,8% upp í 8,1%. Ætli peningastefnunefnd sér að ná verðbólgunni niður úr 8% í u.þ.b. 4% á einu ári líkt og nýjasta spáin segir til um er ljóst að það þarf að beita vaxtatækinu óspart. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 22. júní og ekki við öðru að búast en frekari vaxtahækkun í ljósi stöðunnar. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Í lágvaxtaumhverfinu sem fylgdi heimsfaraldrinum og út apríl sl. námu nettó húsnæðislán bankanna á breytilegum vöxtum til heimilanna 410 ma.kr. Það er því ákveðinn hópur sem er mjög viðkvæmur fyrir frekari vaxtahækkunum þrátt fyrir að heimilin hafi verið hrifnari af föstum vöxtum undanfarið ár. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ofan á það leggst að fastir óverðtryggðir vextir eru nú bilinu 6,10-6,85% og því einnig kostnaðarsamt að festa vextina á þessum tímapunkti. Horft fram á við má vænta þess að aukinn vaxtabyrði muni hægja talsvert á markaðnum auk þess sem aukið framboð mun draga úr ójafnvægi markaðarins með haustinu. Þá má ætla að raunverðshækkanir verði takmarkaðar í haust og á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% í apríl sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 8,5% á þremur mánuðum. Árshækkunartakturinn stendur nánast í stað og er nú 22,3%. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er á húsnæðisverðsþróun eftir sveitarfélögum og hverfum má sjá að hvað mestar hækkanir hafa verið í Breiðholti, Árbænum og miðbænum. Miklar verðhækkanir í Breiðholti og Árbæ skýrast e.t.v af því að fólk hefur sótt í ódýrari svæði í þeim miklu verðhækkunum sem hafa átt sér stað undanfarið ár. Í miðbænum eru það svo nýbyggðar lúxusíbúðir sem valda mikilli hækkun á meðalfermetraverði. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Þessar verðhækkanir þrýsta á verðbólguna sem mælist nú 7,6% og útlit er fyrir að hún eigi eftir að aukast enn frekar. Í nýjustu útgáfu peningamála hækkaði Seðlabankinn verðbólguspá sína töluvert og fer toppurinn úr 5,8% upp í 8,1%. Ætli peningastefnunefnd sér að ná verðbólgunni niður úr 8% í u.þ.b. 4% á einu ári líkt og nýjasta spáin segir til um er ljóst að það þarf að beita vaxtatækinu óspart. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður kynnt 22. júní og ekki við öðru að búast en frekari vaxtahækkun í ljósi stöðunnar. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Í lágvaxtaumhverfinu sem fylgdi heimsfaraldrinum og út apríl sl. námu nettó húsnæðislán bankanna á breytilegum vöxtum til heimilanna 410 ma.kr. Það er því ákveðinn hópur sem er mjög viðkvæmur fyrir frekari vaxtahækkunum þrátt fyrir að heimilin hafi verið hrifnari af föstum vöxtum undanfarið ár. Heimildir: Seðlabanki Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Ofan á það leggst að fastir óverðtryggðir vextir eru nú bilinu 6,10-6,85% og því einnig kostnaðarsamt að festa vextina á þessum tímapunkti. Horft fram á við má vænta þess að aukinn vaxtabyrði muni hægja talsvert á markaðnum auk þess sem aukið framboð mun draga úr ójafnvægi markaðarins með haustinu. Þá má ætla að raunverðshækkanir verði takmarkaðar í haust og á næsta ári. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar