Tíminn er takmörkuð auðlind! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. júní 2022 07:00 Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar