Landsbankinn hefur lokað afgreiðslu bankans á Borgarfirði eystri og hefur hún færst til útibúsins á Egilsstöðum.
Sagt er frá þessu á heimasíðu Landsbankans, en útibúinu var lokað fyrr í vikunni.
Þar segir að samhliða aukinni notkun á stafrænni þjónustu hafi eftirspurn eftir gjaldkeraþjónustu minnkað mikið og viðskiptavinir sinni í auknum mæli bankaviðskiptum sínum í appinu og í netbankanum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira