Miðflokkurinn í sókn og vörn Sigurður Páll Jónsson skrifar 2. júní 2022 10:00 Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum. Til samanburðar er rótgróinn flokkur eins og Vinstri grænir með 8 kjörna fulltrúa á landsvísu. Sósíalistaflokkurinn, sem keppir um sömu sálir og VG, er aðeins með 2 fulltrúa á landsvísu. Miðflokkurinn er ungur flokkur og þetta var í annað sinn sem hann býður fram í sveitarstjórnarkosningum og víða eru flokksmenn að fóta sig áfram í hinni pólitísku baráttu. Sumstaðar varð okkar ungi flokkur að þola undirferli þegar fólk gekk úr skaftinu á lokaspretti og lék þannig tveimur skjöldum og truflaði framboð sem hafði verið í undirbúningi. En er flokkurinn að vinna úr þeim svikum sem birtust í því þegar Birgir Þórarinsson hætti í þingflokki Miðflokksins áður en hann tók sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar. Að þessu sinni bauð Miðflokkurinn fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 10 sveitarfélögum sem er einu færra en í síðustu kosningum. Flokkurinn er með fulltrúa í fjórum sveitarstjórum. Miðflokkurinn fékk 32,4 prósent atkvæða í Grindavík og er nú stærsti flokkurinn í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Eins undarlegt og það er þá virðist flokkurinn verða útilokaður frá meirihlutasamstarfi þar. Á Akureyri tekur flokkurinn hins vegar þátt í meirihlutasamstarfi. Málefnalega var staða Miðflokksins sterk enda leggur flokkurinn áherslu á að leggja við hlustir og finna vilja kjósenda. Hvar eldurinn brennur heitast á þeim og koma með skynsamar og öfgalausar lausnir. Miðflokkurinn leggur áherslu á kraft einstaklingsins í samfélaginu um leið og hann vill efla og styrkja okkar góða velferðarkerfi sem hefur sterkan grunn en hefur orðið fyrir ágjöf og vanhirðu. Miðflokkurinn leggur áherslu á ráðdeild og skynsama meðhöndlun opinberra fjármuna. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að líða fyrir óráðssíu fólks sem tekið hefur að sér opinber störf. Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara en sá hópur getur ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar er Miðflokkurinn með sex fulltrúa í sveitarstjórnum landsins en var með níu áður. Auk þess vann Miðflokksfólk með öðrum framboðum sem náðu inn fulltrúum. Til samanburðar er rótgróinn flokkur eins og Vinstri grænir með 8 kjörna fulltrúa á landsvísu. Sósíalistaflokkurinn, sem keppir um sömu sálir og VG, er aðeins með 2 fulltrúa á landsvísu. Miðflokkurinn er ungur flokkur og þetta var í annað sinn sem hann býður fram í sveitarstjórnarkosningum og víða eru flokksmenn að fóta sig áfram í hinni pólitísku baráttu. Sumstaðar varð okkar ungi flokkur að þola undirferli þegar fólk gekk úr skaftinu á lokaspretti og lék þannig tveimur skjöldum og truflaði framboð sem hafði verið í undirbúningi. En er flokkurinn að vinna úr þeim svikum sem birtust í því þegar Birgir Þórarinsson hætti í þingflokki Miðflokksins áður en hann tók sæti á Alþingi eftir síðustu þingkosningar. Að þessu sinni bauð Miðflokkurinn fram í eigin nafni, með eða án viðhengja, í 10 sveitarfélögum sem er einu færra en í síðustu kosningum. Flokkurinn er með fulltrúa í fjórum sveitarstjórum. Miðflokkurinn fékk 32,4 prósent atkvæða í Grindavík og er nú stærsti flokkurinn í bæjarstjórn með þrjá fulltrúa. Eins undarlegt og það er þá virðist flokkurinn verða útilokaður frá meirihlutasamstarfi þar. Á Akureyri tekur flokkurinn hins vegar þátt í meirihlutasamstarfi. Málefnalega var staða Miðflokksins sterk enda leggur flokkurinn áherslu á að leggja við hlustir og finna vilja kjósenda. Hvar eldurinn brennur heitast á þeim og koma með skynsamar og öfgalausar lausnir. Miðflokkurinn leggur áherslu á kraft einstaklingsins í samfélaginu um leið og hann vill efla og styrkja okkar góða velferðarkerfi sem hefur sterkan grunn en hefur orðið fyrir ágjöf og vanhirðu. Miðflokkurinn leggur áherslu á ráðdeild og skynsama meðhöndlun opinberra fjármuna. Skattgreiðendur eiga ekki að þurfa að líða fyrir óráðssíu fólks sem tekið hefur að sér opinber störf. Í velferðarmálum leggur Miðflokkurinn sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir eldri borgara en sá hópur getur ekki beðið lengur eftir réttlæti. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar