Toyota með flestar nýskráningar í maí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júní 2022 07:01 Mitsubishi Eclipse Cross var mest nýskráða undirtegundin í maí. Toyota trónir á toppi nýskráðra nýrra bifreiða í maí mánuði með 568 bifreiðar nýskráðar. Mitsubishi er í öðru sæti með 428 nýskráðar bifreiðar. Hyundai í þriðja sæti 213 nýskráðar bifreiðar. Alls voru 3573 ökutæki nýskráð í maí, þar af voru 2.367 nýjar bifreiðar. Fréttin byggir á tölum af vef Samgöngustofu. Nýskráningar eftir framleiðendum. Mitsubishi Eclips Cross var mest selda undirtegundin í maí en af þeim Mitsubishi bifreiðum sem voru nýskráðar voru 359 Eclipse Cross bílar. Næst algengasta undirtegundin var Toyota Rav4, 204 slíkar bifreiðar voru seldar í maí. Land Cruiser var þriðja mest selda undirtegundin með 100 nýskráð eintök. Nýskráningar líðandi árs eru til þessa 11.512 á móti 3.930 afskráningum. Ökutækjafloti landsins er því að stækka um sem nemur 7.582 ökutæki, það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra námu nýskráningar ökutækja 7.309 eintökum. Aukning á milli ára nemur því um 57,5%. Nýskráningar eftir orkugjöfum í maí. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru vinsælastir í maí með 864 bíla nýskráða. Dísel var næst vinsælasti kosturinn með 754 ökutæki nýskráð. Bensín í þriðja sæti með 604 ökutæki nýskráð. og rafmagn í því fjórða með 510 ökutæki skráð. Vistvænir kostir, tvinnbílar, metan, rafmagn og tengiltvinnbílar voru samtals 1.852. Hreinir jarðefnaeldsneytisbílar, bensín og dísel voru nýskráð í samtals 1.358 eintökum. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent
Nýskráningar eftir framleiðendum. Mitsubishi Eclips Cross var mest selda undirtegundin í maí en af þeim Mitsubishi bifreiðum sem voru nýskráðar voru 359 Eclipse Cross bílar. Næst algengasta undirtegundin var Toyota Rav4, 204 slíkar bifreiðar voru seldar í maí. Land Cruiser var þriðja mest selda undirtegundin með 100 nýskráð eintök. Nýskráningar líðandi árs eru til þessa 11.512 á móti 3.930 afskráningum. Ökutækjafloti landsins er því að stækka um sem nemur 7.582 ökutæki, það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra námu nýskráningar ökutækja 7.309 eintökum. Aukning á milli ára nemur því um 57,5%. Nýskráningar eftir orkugjöfum í maí. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru vinsælastir í maí með 864 bíla nýskráða. Dísel var næst vinsælasti kosturinn með 754 ökutæki nýskráð. Bensín í þriðja sæti með 604 ökutæki nýskráð. og rafmagn í því fjórða með 510 ökutæki skráð. Vistvænir kostir, tvinnbílar, metan, rafmagn og tengiltvinnbílar voru samtals 1.852. Hreinir jarðefnaeldsneytisbílar, bensín og dísel voru nýskráð í samtals 1.358 eintökum.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent