Handbolti

Leitar að liði nálægt Lovísu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Handboltaparið Þorgils Jón Svölu Baldursson og Lovísa Thompson eftir sigur Vals á KA í úrslitaleik í Coca Cola bikar karla 12. mars. Fyrr um daginn unnu Lovísa og stöllur hennar í Val Fram í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna.
Handboltaparið Þorgils Jón Svölu Baldursson og Lovísa Thompson eftir sigur Vals á KA í úrslitaleik í Coca Cola bikar karla 12. mars. Fyrr um daginn unnu Lovísa og stöllur hennar í Val Fram í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna. vísir/Hulda Margrét

Þorgils Jón Svölu Baldursson, leikmaður þrefaldra meistara Vals, leitar sér nú að liði í Danmörku til að geta fylgt kærustu sinni, Lovísu Thompson, eftir. Ekkert er þó enn í hendi.

Í gær var greint frá því að Lovísa hefði verið lánuð frá Val til danska úrvalsdeildarliðsins Ringkøbing. Hún lék með Val í fjögur ár.

Þorgils kannar núna möguleikana á að spila með dönsku liði ásamt umboðsmanni sínum.

„Ég er að skoða það en það er ekkert staðfest ennþá. Það er svolítið óljóst eins og er,“ sagði Þorgils í samtali við Vísi í dag. „Ég er með umboðsmann sem er að skoða málin með mér. En það er ekkert komið í ljós.“

Ringkøbing er á vestur Jótlandi og Þorgils vonast til að geta fundið lið þar nálægt.

„Það er stefnan, að finna eitthvað á svipuðu svæði. Svo er bara að sjá hverju er möguleiki á, hvað gengur upp og hvað gengur ekki upp,“ sagði Þorgils.

En eru meiri líkur en minni að hann spili í Danmörku á næsta tímabili?

„Erfitt að segja. Mig langar það en það er ekkert komið,“ svaraði Þorgils. Hann myndi ekki sýta það að vera áfram í Val sem var langbesta lið landsins á nýafstöðnu tímabili og vann alla þrjá stóru titlana; urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.

„Það væri ekkert verra að vera áfram í Val. Það er gott að eiga gott lið þar,“ sagði Þorgils að lokum.


Tengdar fréttir

„Get verið ung og efnileg aftur“

Lovísa Thompson, ein besta handboltakona landsins, er á leið út fyrir landsteinana og mun leika með Ringkøbing í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×