ÍR-ingar endurheimta þar með handknattleikskonu sem leikið hefur 63 A-landsleiki og unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla frá því að hún kvaddi Breiðholtið til að spila fyrir Stjörnuna ung að árum.
Sólveig Lára lagði handknattleiksskóna á hilluna í fyrrasumar en hefur í vetur starfað sem sérfræðingur í Seinni bylgjunni og fjallað um Olís-deildina.
ÍR spilar hins vegar í næstefstu deild, Grill 66-deildinni, eftir að hafa komist nálægt því að fara upp um deild í vor. Liðið endaði í 2. sæti, þremur stigum á eftir Selfossi, en tapaði svo í umspili gegn HK um sæti í efstu deild.
Sólveig Lára tekur við af Arnari Frey Guðmundssyni sem tók við þjálfun ÍR tímabundið í byrjun desember.