Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2022 13:19 Greinandi í kauphöllinni í New York. AP/Courtney Crow/NYSE Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. Innflutningsbann ESB nær til olíu sem er flutt sjóleiðina til álfunnar en tímabundinn undanþága er til staðar fyrir olíu sem er flutt um leiðslur. Ungversk stjórnvöld kröfðust undanþágunnar en öll aðildarríki sambandsins þurftu að samþykkja refsiaðgerðirnar. AP-fréttastofan segir að bandarísk hráolía hafi hækkað um 3,52 dollara á mörkuðum í New York eftir tíðindin í morgun. Tunnan kostaði þá 118,59 dollara. Olíuverð hækkaði um tæpan dollara í gær. Brent-hráolía, sem er alþjóðlegt viðmið um olíuverð, hæakkaði um 1,72 dollara og stóð í 119,32 dollurum tunnan í morgun. Mikil verðhækkun á olíu, að hluta til vegna stríðs Rússa í Úkraínu, á þátt í mesta verðbólguskoti í vestrænum ríkjum í seinni tíð. Verðbólgan í nítján ríkjum evrusvæðisins náði 8,1 prósenti fyrr í þessum mánuði. Það er mesta verðbólga sem hefur mælst þar frá því að evran var tekin upp árið 1997. Rússland Bensín og olía Evrópusambandið Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Innflutningsbann ESB nær til olíu sem er flutt sjóleiðina til álfunnar en tímabundinn undanþága er til staðar fyrir olíu sem er flutt um leiðslur. Ungversk stjórnvöld kröfðust undanþágunnar en öll aðildarríki sambandsins þurftu að samþykkja refsiaðgerðirnar. AP-fréttastofan segir að bandarísk hráolía hafi hækkað um 3,52 dollara á mörkuðum í New York eftir tíðindin í morgun. Tunnan kostaði þá 118,59 dollara. Olíuverð hækkaði um tæpan dollara í gær. Brent-hráolía, sem er alþjóðlegt viðmið um olíuverð, hæakkaði um 1,72 dollara og stóð í 119,32 dollurum tunnan í morgun. Mikil verðhækkun á olíu, að hluta til vegna stríðs Rússa í Úkraínu, á þátt í mesta verðbólguskoti í vestrænum ríkjum í seinni tíð. Verðbólgan í nítján ríkjum evrusvæðisins náði 8,1 prósenti fyrr í þessum mánuði. Það er mesta verðbólga sem hefur mælst þar frá því að evran var tekin upp árið 1997.
Rússland Bensín og olía Evrópusambandið Loftslagsmál Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira