„Ég get ekki lýst svekkelsinu. Ég er búin á því og ótrúlega leið,“ sagði Lovísa í samtali við Vísi.
Ekki stóð á svari þegar hún var spurð hver munurinn á Fram og Val hefði verið.
„Karen Knúts. Hún var frábær í þessu einvígi, komst í gegnum vörnina trekk í trekk og sýndi hvað hún er ógeðslega flottur og góður leikmaður. Mér fannst hún vera það sem skildi að í einvíginu,“ sagði Lovísa sem skoraði fimm mörk í leiknum.
Nú tekur við nýr kafli á ferli Lovísu. Hún vildi þó ekki gefa upp hvert hún væri að fara.
„Það kemur í ljós á næstu dögum en ég verð allavega ekki áfram í Val,“ sagði Lovísa sem var með böggum hildar að geta ekki skilið við Val sem Íslandsmeistari.
„Ég er mjög, mjög leið. Ég elska Val út af lífinu. Þetta hefur verið frábær tími sem ég hef átt hérna og þess vegna er þetta sérstaklega súrt.“
Viðtalið við Lovísu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.