Viðskipti innlent

Jóhannes til Við­skipta­ráðs

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhannes Stefánsson.
Jóhannes Stefánsson. Vísir/Vilhelm

Jóhannes Stefánsson hefur verið ráðinn lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Jóhannes mun gegna stöðunni í fjarveru Öglu Eirar Vilhjálmsdóttur, sem er í fæðingarorlofi.

Frá þessu segir á vef Viðskiptaráðs. Þar kemur fram að Jóhannes hafi að undanförnu verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og lögmaður en sé auk þess varaformaður stjórnar Menntasjóðs námsmanna. 

„Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Lindarvatns, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra og á lögfræðisviði Icelandair Group.

Jóhannes mun veita framkvæmdastjóra, stjórn og félagsmönnum Viðskiptaráðs ráðgjöf, annast umsagna- og skýrslugerð auk þess að taka þátt í málefnastaði ráðsins. Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.