Körfubolti

Annar Þórsari í gegnum Þrengsli

Sindri Sverrisson skrifar
Ragnar Örn Bragason snýr aftur í Seljaskóla og spilar með ÍR næstu leiktíð.
Ragnar Örn Bragason snýr aftur í Seljaskóla og spilar með ÍR næstu leiktíð. vísir/bára

Ragnar Örn Bragason hefur skrifað undir samning þess efnis að hann spili fyrir ÍR á næstu leiktíð.

Ragnar snýr þar með aftur í Breiðholtið og spilar fyrir sitt uppeldisfélag sem hann yfirgaf þegar hann fór í Þór Þorlákshöfn árið 2015.

Ragnar, sem er 27 ára gamall, varð Íslandsmeistari með Þór í fyrra og hefur leikið með liðinu síðustu sjö ár ef undan er skilin ein leiktíð í Keflavík veturinn 2017-18.

Hann skoraði að meðaltali 5,8 stig í leik í Subway-deildinni í vetur og tók 2,4 fráköst, á 21 mínútu, en var með 9,7 stig að meðaltali í leik í fyrra.

Ragnar er annar leikmaðurinn sem kveður Þór á skömmum tíma en besti erlendi leikmaður tímabilsins, hinn danski Daniel Mortensen, gekk til liðs við nýliða Hauka.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.