Ný framtíð með betra sambandi Sigríður Mogensen og Haraldur Hallgrímsson skrifa 25. maí 2022 10:00 Lagning á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands, sem hófst nú í vikunni, eflir til muna fjarskiptaöryggi og stafræna samkeppnishæfni Íslands. Þá markar nýr strengur tímamót fyrir upplýsingatækni- og gagnaversiðnað hér á landi og opnar á fjölmörg tækifæri til aukinna fjárfestinga og útflutnings á þjónustu til Evrópu. Öflugur gagnaversiðnaður hefur byggst upp hér á landi á síðastliðnum áratug. Það sem komið hefur í veg fyrir að hann væri enn fjölbreyttari og sterkari er ótryggt öryggi gagnatenginga við útlönd. Ýmiss konar þjónusta sem gagnaver sinna er háð öruggum og hröðum gagnatengingum. Starfsemi gagnavera á Íslandi hefur falið í sér bætta nýtingu í raforkukerfinu á sama tíma og iðnaðurinn hefur leitt af sér miklar fjárfestingar, skapað hátæknistörf og afleidd jákvæð áhrif á upplýsingatækniiðnað hér á landi. Fjárfestingar í gagnaversiðnaði á síðustu árum nema tugum milljarða króna. Grundvöllur frekari sóknar Með tengingu á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands síðar á árinu er skapaður grundvöllur fyrir frekari sókn Íslands á sviði upplýsingatækni og stafræns iðnaðar. Í skýrslu sem unnin var af PWC fyrir Landsvirkjun, Farice, Íslandsstofu og fleiri hagaðila í gagnaversiðnaði kemur fram að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir ýmiss konar gagnatengda þjónustu, s.s. gervigreind, ofurgagnagreiningu og ofurreikniafl. Þar kemur fram að nýr fjarskiptastrengur hafi mjög jákvæð áhrif á getu Íslands til að laða að fjárfestingu í gagnaversiðnaði og auki breidd og fjölbreytni í gagnaversiðnaði hér á landi. Gögnin sífellt mikilvægari Gagnaversiðnaður er í stöðugri sókn á heimsvísu enda verða gögn og upplýsingatækni sífellt mikilvægari í viðskiptum og daglegu lífi. Gagnamagn eykst á degi hverjum og tilheyrandi gagnavinnsla sömuleiðis. Mynd sem tekin er á síma fer beint í tölvuský og er aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er. Sömuleiðis getum við nálgast tónlist og myndefni þegar okkur hentar fyrir tilstuðlan gagnavera. Aukin notkun fyrirtækja og einstaklinga á upplýsingatækni hefur stuðlað að hröðum vexti gagnaversiðnaðar og búist er við að hann haldi áfram í veldisvexti. Ísland getur svo sannarlega tekið enn ríkari þátt í þessari þróun og er nýr fjarskiptastrengur grundvöllur þess. Með nýjum streng er fjarskiptaöryggi landsins tryggt en öflugir stafrænir innviðir eru forsenda aukinnar nýsköpunar, útflutnings og fjárfestinga til framtíðar í stafrænum heimi. Sigríður er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Fjarskipti Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Lagning á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands, sem hófst nú í vikunni, eflir til muna fjarskiptaöryggi og stafræna samkeppnishæfni Íslands. Þá markar nýr strengur tímamót fyrir upplýsingatækni- og gagnaversiðnað hér á landi og opnar á fjölmörg tækifæri til aukinna fjárfestinga og útflutnings á þjónustu til Evrópu. Öflugur gagnaversiðnaður hefur byggst upp hér á landi á síðastliðnum áratug. Það sem komið hefur í veg fyrir að hann væri enn fjölbreyttari og sterkari er ótryggt öryggi gagnatenginga við útlönd. Ýmiss konar þjónusta sem gagnaver sinna er háð öruggum og hröðum gagnatengingum. Starfsemi gagnavera á Íslandi hefur falið í sér bætta nýtingu í raforkukerfinu á sama tíma og iðnaðurinn hefur leitt af sér miklar fjárfestingar, skapað hátæknistörf og afleidd jákvæð áhrif á upplýsingatækniiðnað hér á landi. Fjárfestingar í gagnaversiðnaði á síðustu árum nema tugum milljarða króna. Grundvöllur frekari sóknar Með tengingu á nýjum fjarskiptasæstreng á milli Íslands og Írlands síðar á árinu er skapaður grundvöllur fyrir frekari sókn Íslands á sviði upplýsingatækni og stafræns iðnaðar. Í skýrslu sem unnin var af PWC fyrir Landsvirkjun, Farice, Íslandsstofu og fleiri hagaðila í gagnaversiðnaði kemur fram að Ísland sé ákjósanlegur staður fyrir ýmiss konar gagnatengda þjónustu, s.s. gervigreind, ofurgagnagreiningu og ofurreikniafl. Þar kemur fram að nýr fjarskiptastrengur hafi mjög jákvæð áhrif á getu Íslands til að laða að fjárfestingu í gagnaversiðnaði og auki breidd og fjölbreytni í gagnaversiðnaði hér á landi. Gögnin sífellt mikilvægari Gagnaversiðnaður er í stöðugri sókn á heimsvísu enda verða gögn og upplýsingatækni sífellt mikilvægari í viðskiptum og daglegu lífi. Gagnamagn eykst á degi hverjum og tilheyrandi gagnavinnsla sömuleiðis. Mynd sem tekin er á síma fer beint í tölvuský og er aðgengileg hvar sem er og hvenær sem er. Sömuleiðis getum við nálgast tónlist og myndefni þegar okkur hentar fyrir tilstuðlan gagnavera. Aukin notkun fyrirtækja og einstaklinga á upplýsingatækni hefur stuðlað að hröðum vexti gagnaversiðnaðar og búist er við að hann haldi áfram í veldisvexti. Ísland getur svo sannarlega tekið enn ríkari þátt í þessari þróun og er nýr fjarskiptastrengur grundvöllur þess. Með nýjum streng er fjarskiptaöryggi landsins tryggt en öflugir stafrænir innviðir eru forsenda aukinnar nýsköpunar, útflutnings og fjárfestinga til framtíðar í stafrænum heimi. Sigríður er sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins og Haraldur er forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun