Formúla 1

Vettel elti þjófa á rafskutlu á götum Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sebastian Vettel stóð í ströngu í Barcelona, bæði á kappakstursbrautinni og á götum borgarinnar.
Sebastian Vettel stóð í ströngu í Barcelona, bæði á kappakstursbrautinni og á götum borgarinnar. getty/Eric Alonso

Sebastian Vettel, fyrrverandi heimsmeistari í Formúlu 1, elti þjófa á rafskutlu til að freista þess að endurheimta tösku sem hann stal af honum.

Vettel lenti í 11. sæti í spænska kappakstrinum á sunnudaginn. Í gær lenti hann svo í leiðinlegu atviki þegar þjófar stálu tösku úr bíl hans. Í henni var meðal annars sími hans.

Þjóðverjinn dó ekki ráðalaus og notaði GPS merki frá AirPods heyrnartólum sem voru í töskunni til að finna hana.

Vettel stökk í kjölfarið upp á rafskútu og keyrði um götur Barcelona þangað til hann kom á réttan stað á kortinu. Hann fann heyrnartólin en ekki töskuna. Líklegt þykir að þjófarnir hafi losað sig við heyrnartólin til að gabba Vettel.

Sá þýski lét lögregluna í Barcelona vita af þjófnaðinum og hún hóf í kjölfarið rannsókn á málinu.

Vettel er í 14. sæti í keppni ökuþóra. Hann ekur fyrir Aston Martin. Hinn 34 ára Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð (2010-13) með Red Bull.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×