Handbolti

Stefán Arnarson: Ég hefði viljað spila betri leik

Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar
Þjálfari Fram var ekki sáttur.
Þjálfari Fram var ekki sáttur. Vísir/Hulda Margrét

Stefán Arnarson, þjálfari kvennaliðs Fram, var virkilega ósáttur eftir eins marks tap gegn Val í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var að mestu virkilega jafn en Valur steig upp í síðari hálfleik sem skilaði þeim sigri. Lokatölur á Hlíðarenda 27-26.

„Ég er hundfúll að hafa tapað,“ sagði Stefán strax að leik loknum. 

„Það var ótrúlega margt sem vantaði upp á hjá okkur. Og ég hef sagt það áður í svona úrslitakeppnum, þá gerast svona leikir og við þurfum að laga marga hluti ef við ætlum að vinna þennan titill.“

„Ég ætla að fara yfir þetta með stelpunum en það er fullt af hlutum sem við þurfum að laga. Það sjá allir sem voru á leiknum,“ sagði Stefán aðspurður að því hvað hafi vantað upp á hjá Fram. 

„Ég er hundfúll núna. Við þurfum að skoða þetta. Það kemur bara í ljós hvernig næsti leikur verður. Ég er virkilega fúll núna. Ég hefði viljað spila betri leik í dag,“ sagði hann að lokum. 


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.