Lestrarvandi barna – við þurfum öll að vera saman í liði Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 20. maí 2022 19:31 Í pistli mínum ætla ég ekki að ræða um þessi börn heldur hin sem eru með áunninn lestrarvanda og fer sá hópur ört stækkandi. Við erum flest sammála um það að lestur er undirstaða alls náms og það að vera læs skiptir miklu máli. Í dag höfum við margfalt fleiri bjargir en áður til að hjálpa börnum að blómstra í lestri og lesskilningi. Útgáfa barnabóka hefur aldrei verið blómlegri. Frítt þjálfunarefni er að finna á vef Menntamálastofnunnar og hægt er að kaupa aðgang að vefsvæðum sem þjálfa lestrarfærni hjá börnum. Svo má ekki gleyma því að flest börn á Íslandi eru með bókasafn ekki langt frá heimili sínu. Þá spyr maður sig:"Af hverju erum við þá ekki að ná betri árangri í lestri en raun ber vitni og af hverju sýna rannsóknir að strákunum okkar er að ganga verr í skóla en stelpum?". Fræðimenn og sjálfskipaðir sérfræðingar hafa komið með ýmsar skýringar á þessu. Helst er talað um eðlis, fjölskyldu, gagnrýnar, feminískar, karlmennsku og menningarskýringar. Þeir sem hafa bent á að slakt gengi stráka megi skrifa á fáar karlfyrirmyndir í kennarastéttinni hafa þurft að éta hatt sinn því að rannsóknir sína annað og ef eitthvað er þá sýna rannsóknir að nemendur sem eru hjá kvenkennurum eru jákvæðari gagnvart náminu. En þær skýringar sem virðast vera háværastar eru gagnrýnar skýringar þar sem því er varpað fram að skólinn sé illa aðlagaður og þá sérstaklega að þörfum drengja sem taldar eru aðrar en stúlkna. Ég er ekki alveg sammála því að skólinn sé ekki að leita leiða til að koma til móts við nemendur því frá því að ég byrjaði að kenna fyrir um aldarfjórðungi síðan þá hefur aldrei verið eins mikil gróska í skólastarfi. Eins hefur umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum sjaldan verið meira. Mér finnst þeir kennarar sem ég þekki til flestir vera með puttann á púlsinum varðandi það að virkja nemendur sína og finna leiðir til að koma til móts við mismunandi þarfir þeirra svo þeir nái árangri í námi sínu. En auðvitað má alltaf gera betur og það held ég að flest okkar sem störfum á gólfinum séum alveg meðvituð um. Við getum öll rýnt í eigin rann og langar mig að nefna nokkra þætti sem ég tel að hafi töluverð áhrif á lestrarfærni margra íslenskra barna. Mér finnst allt of mörg börn ekki sinna heimalestri nógu vel og hreinlega ekki hafa metnað til að verða góðir lesarar. Þau bera því oft við að þau hafi svo mikið að gera eftir skóla. Svo er það þetta með nennuna, þau nenna mörg ekki að gera neitt sem þau hafa ekki brennandi áhuga á eða þurfa að hafa fyrir að gera. Það vantar seigluna. Eins kvartar fjöldi barna undan þreytu í skólanum. Það virðist vera að mörg þeirra séu að fara allt of seint að sofa og ná því ekki lágmarkssvefni miðað við aldur. Ég hef grun um að einhver þeirra séu hreinlega ekki búin að reyna nógu mikið á sig yfir daginn til að þreyta sig og að skjánotkun hafi eitthvað um þetta að segja. Þessar elskur trúa nefnilega kennaranum sínum fyrir ýmsu og hefur maður fengið að heyra að mörg þeirra séu stóran hluta vökutímans utan skóla í skjátækjum og stelast stundum til að fara í tækin sín þegar fullorðna fólkið heldur að þau séu sofandi. Því miður þá finn ég áþreifanlega fyrir því hvað hugtakaskilningi barna hefur hrakað í gegnum árin og þarf ég oft að útskýra einföldustu orð fyrir börnum sem eru fædd og uppalin á Íslandi. Forgangsröðunin getur verið sérstök í samfélaginu. Margir foreldrar eru tilbúnir að vaða eld og brennistein svo barnið þeirra nái árangri í tómstundum en virðast svo gleyma ansi oft að láta barnið sitt lesa heima með tilheyrandi lestrarskuld. Galdurinn er nefnilega sá að æfingin skapar meistarann sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Nú fer þessu skólaári senn að ljúka og vil ég nefna að þó að ekki sé um hefðbundið skólastarf að ræða yfir sumartímann þá skiptir máli að halda áfram að þjálfa lestur hjá börnum. Börn þurfa góðar lestrarfyrirmyndir, það þarf að tala við börn og útskýra hugtök og hvernig við notuð tungumálið. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Við í skólasamfélaginu sjáum sláandi mun á þeim börnum sem þrífast í umhverfi þar sem lesið er fyrir þau og málin rædd. Þau börn sem eru svo lánsöm að alast upp í þannig umhverfi eru með forskot á hin og bilið breikkar eftir því sem þau eldast. Það sér það hver sem vill sjá að barn í fjölmennum bekk fær ekki sömu gæðalestrarstund með kennaranum sínum og það gæti fengið heima hjá sér. Í hefðbundnum bekk þá er hver nemandi að fá að meðaltali tæpar tvær mínútur af heildarkennslustundinni ef ekkert óvænt kemur upp á sem kennarinn þarf að leysa. Ein besta sumargjöf sem barn getur fengið er samvera og góð lestrarstund. Að gefa sér að lágmarki 10 mínútur á hverjum degi með barninu hjálpar mikið í lestrarþjálfun. Ég bendi þeim sem vilja kynna sér lestrarnám barna á að fara inn á Læsisvefinn. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem hjálpa til við lestrarnám. Í lokin vil ég gefa ykkur uppáhalds uppskriftina mína: Lykill að árangri Jákvætt hugarfar. Vanda sig í samskiptum við aðra (koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við mann). Fjölbreyttur og hollur matur (ekki gleyma að drekka nóg vatn). Regluleg hreyfing sem styrkir vöðva og þreytir líkamann þannig að hann hvílist betur. Nógur svefn miðað við aldur (hætta skjánotkun að minnsta kosti klukkutíma fyrir svefn). Gefa sér tíma til að vera með þeim sem manni líður vel með. Muna að æfa reglulega það sem maður vill vera góður í. Eiga sér áhugamál. Ef manni finnst eitthvað sem maður þarf að gera ekki skemmtilegt þá er kjörið að fá hjálp við að finna leiðir til að gera það áhugavert og setja sér markmið. Munum að það að ná góðri færni í lestri er langhlaup og að vera góður lesari við lok grunnskóla er ekki sjálfgefið heldur kostar markvissa þjálfun. Gleðilegt lestrarsumar. Höfundur er sérkennari í grunnskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í pistli mínum ætla ég ekki að ræða um þessi börn heldur hin sem eru með áunninn lestrarvanda og fer sá hópur ört stækkandi. Við erum flest sammála um það að lestur er undirstaða alls náms og það að vera læs skiptir miklu máli. Í dag höfum við margfalt fleiri bjargir en áður til að hjálpa börnum að blómstra í lestri og lesskilningi. Útgáfa barnabóka hefur aldrei verið blómlegri. Frítt þjálfunarefni er að finna á vef Menntamálastofnunnar og hægt er að kaupa aðgang að vefsvæðum sem þjálfa lestrarfærni hjá börnum. Svo má ekki gleyma því að flest börn á Íslandi eru með bókasafn ekki langt frá heimili sínu. Þá spyr maður sig:"Af hverju erum við þá ekki að ná betri árangri í lestri en raun ber vitni og af hverju sýna rannsóknir að strákunum okkar er að ganga verr í skóla en stelpum?". Fræðimenn og sjálfskipaðir sérfræðingar hafa komið með ýmsar skýringar á þessu. Helst er talað um eðlis, fjölskyldu, gagnrýnar, feminískar, karlmennsku og menningarskýringar. Þeir sem hafa bent á að slakt gengi stráka megi skrifa á fáar karlfyrirmyndir í kennarastéttinni hafa þurft að éta hatt sinn því að rannsóknir sína annað og ef eitthvað er þá sýna rannsóknir að nemendur sem eru hjá kvenkennurum eru jákvæðari gagnvart náminu. En þær skýringar sem virðast vera háværastar eru gagnrýnar skýringar þar sem því er varpað fram að skólinn sé illa aðlagaður og þá sérstaklega að þörfum drengja sem taldar eru aðrar en stúlkna. Ég er ekki alveg sammála því að skólinn sé ekki að leita leiða til að koma til móts við nemendur því frá því að ég byrjaði að kenna fyrir um aldarfjórðungi síðan þá hefur aldrei verið eins mikil gróska í skólastarfi. Eins hefur umburðarlyndi fyrir fjölbreytileikanum sjaldan verið meira. Mér finnst þeir kennarar sem ég þekki til flestir vera með puttann á púlsinum varðandi það að virkja nemendur sína og finna leiðir til að koma til móts við mismunandi þarfir þeirra svo þeir nái árangri í námi sínu. En auðvitað má alltaf gera betur og það held ég að flest okkar sem störfum á gólfinum séum alveg meðvituð um. Við getum öll rýnt í eigin rann og langar mig að nefna nokkra þætti sem ég tel að hafi töluverð áhrif á lestrarfærni margra íslenskra barna. Mér finnst allt of mörg börn ekki sinna heimalestri nógu vel og hreinlega ekki hafa metnað til að verða góðir lesarar. Þau bera því oft við að þau hafi svo mikið að gera eftir skóla. Svo er það þetta með nennuna, þau nenna mörg ekki að gera neitt sem þau hafa ekki brennandi áhuga á eða þurfa að hafa fyrir að gera. Það vantar seigluna. Eins kvartar fjöldi barna undan þreytu í skólanum. Það virðist vera að mörg þeirra séu að fara allt of seint að sofa og ná því ekki lágmarkssvefni miðað við aldur. Ég hef grun um að einhver þeirra séu hreinlega ekki búin að reyna nógu mikið á sig yfir daginn til að þreyta sig og að skjánotkun hafi eitthvað um þetta að segja. Þessar elskur trúa nefnilega kennaranum sínum fyrir ýmsu og hefur maður fengið að heyra að mörg þeirra séu stóran hluta vökutímans utan skóla í skjátækjum og stelast stundum til að fara í tækin sín þegar fullorðna fólkið heldur að þau séu sofandi. Því miður þá finn ég áþreifanlega fyrir því hvað hugtakaskilningi barna hefur hrakað í gegnum árin og þarf ég oft að útskýra einföldustu orð fyrir börnum sem eru fædd og uppalin á Íslandi. Forgangsröðunin getur verið sérstök í samfélaginu. Margir foreldrar eru tilbúnir að vaða eld og brennistein svo barnið þeirra nái árangri í tómstundum en virðast svo gleyma ansi oft að láta barnið sitt lesa heima með tilheyrandi lestrarskuld. Galdurinn er nefnilega sá að æfingin skapar meistarann sama hvað þú tekur þér fyrir hendur. Nú fer þessu skólaári senn að ljúka og vil ég nefna að þó að ekki sé um hefðbundið skólastarf að ræða yfir sumartímann þá skiptir máli að halda áfram að þjálfa lestur hjá börnum. Börn þurfa góðar lestrarfyrirmyndir, það þarf að tala við börn og útskýra hugtök og hvernig við notuð tungumálið. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Við í skólasamfélaginu sjáum sláandi mun á þeim börnum sem þrífast í umhverfi þar sem lesið er fyrir þau og málin rædd. Þau börn sem eru svo lánsöm að alast upp í þannig umhverfi eru með forskot á hin og bilið breikkar eftir því sem þau eldast. Það sér það hver sem vill sjá að barn í fjölmennum bekk fær ekki sömu gæðalestrarstund með kennaranum sínum og það gæti fengið heima hjá sér. Í hefðbundnum bekk þá er hver nemandi að fá að meðaltali tæpar tvær mínútur af heildarkennslustundinni ef ekkert óvænt kemur upp á sem kennarinn þarf að leysa. Ein besta sumargjöf sem barn getur fengið er samvera og góð lestrarstund. Að gefa sér að lágmarki 10 mínútur á hverjum degi með barninu hjálpar mikið í lestrarþjálfun. Ég bendi þeim sem vilja kynna sér lestrarnám barna á að fara inn á Læsisvefinn. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar sem hjálpa til við lestrarnám. Í lokin vil ég gefa ykkur uppáhalds uppskriftina mína: Lykill að árangri Jákvætt hugarfar. Vanda sig í samskiptum við aðra (koma fram við aðra eins og maður vill að aðrir komi fram við mann). Fjölbreyttur og hollur matur (ekki gleyma að drekka nóg vatn). Regluleg hreyfing sem styrkir vöðva og þreytir líkamann þannig að hann hvílist betur. Nógur svefn miðað við aldur (hætta skjánotkun að minnsta kosti klukkutíma fyrir svefn). Gefa sér tíma til að vera með þeim sem manni líður vel með. Muna að æfa reglulega það sem maður vill vera góður í. Eiga sér áhugamál. Ef manni finnst eitthvað sem maður þarf að gera ekki skemmtilegt þá er kjörið að fá hjálp við að finna leiðir til að gera það áhugavert og setja sér markmið. Munum að það að ná góðri færni í lestri er langhlaup og að vera góður lesari við lok grunnskóla er ekki sjálfgefið heldur kostar markvissa þjálfun. Gleðilegt lestrarsumar. Höfundur er sérkennari í grunnskóla.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun