Fjárfestingar lífeyrissjóða, ávöxtun og áhætta Yngvi Harðarson skrifar 20. maí 2022 17:30 Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Yfir sama tímabil hefur áhættustig í formi breytileika ávöxtunar verið tiltölulega lítið í sögulegu samhengi. Á tímabilinu sem um ræðir hafa vextir lækkað mikið ekki bara hérlendis heldur alþjóðlega. Er það á meðal atriða sem stuðlað hefur að verðhækkun eigna. Má búast við að þetta haldi áfram til langrar framtíðar? Að öllum líkindum ekki. Það er a.m.k. afar krefjandi viðfangsefni að ná slíkum árangri í breyttu fjárfestingarumhverfi. Vextir skuldabréfa til langs tíma hafa farið lækkandi ekki einungis síðustu ár heldur áratugi. Sumir muna eftir því að raunvextir (ávöxtunarkrafa) 25 ára húsbréfa var nærri 9% haustið 1991 og vextir ríkisskuldabréfa um 0,4 prósentum lægri. Í dag er ávöxtunarkrafa álíka langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 0,8% eða minna en tíundi hluti þess sem var fyrir rúmum 30 árum. Þegar ávöxtunarkrafa lækkar þá hækkar verð skuldabréfa með föstum vöxtum. Samhliða verður nýr útgangspunktur framtíðarávöxtunar sem er hið nýja og lægra vaxtastig. Hinn nýi útgangspunktur er ekki bara lægri en fyrir 30 árum heldur einnig um helmingi lægri en fyrir 4 árum. Fjárfestingarumhverfið hefur því stórbreyst. Fjárfestar fá áhættuálag fyrir það að fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa. Talið er að til langs tíma geti þetta álag numið 4-6 prósentum ofan á ávöxtun ríkisskuldabréfa. Af þeim sökum hafa lífeyrissjóðir lagt aukna áherslu á fjárfestingu í hlutabréfum eftir því sem vextir ríkisskuldabréfa hafa lækkað. Staðan núna er sú að til þess að geta átt von á langtímaávöxtun í takt við það sem náðst hefur árin frá 2015 þyrftu sjóðirnir að fjárfesta nær eingöngu í hlutabréfum. Slíkt er óraunhæft vegna áhættu. Miðað við það að fjárfest sé 40% í hlutabréfum og 60% í skuldabréfum má rökstyðja væntingar um ca. 3,5% ávöxtun til langs tíma en ef fjárfest er 60% í hlutabréfum og 40% í skuldabréfum gæti niðurstaðan orðið ca. 4,5%. Þetta er um 2,5% lakari ávöxtun en náðst hefur á árunum síðan 2015. Höfundur er framkvæmdastjóri Analytica og er í framboði til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem rafræn kosning stendur yfir til hádegis 22/5 nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Kauphöllin Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur almennt verið góð sl. nokkur ár. Frá árinu 2015 hefur raunávöxtun valinna lífeyrissjóða að meðaltali verið frá um 6% og jafnvel yfir 7% þegar virði eigna er metið á gangvirði. Yfir sama tímabil hefur áhættustig í formi breytileika ávöxtunar verið tiltölulega lítið í sögulegu samhengi. Á tímabilinu sem um ræðir hafa vextir lækkað mikið ekki bara hérlendis heldur alþjóðlega. Er það á meðal atriða sem stuðlað hefur að verðhækkun eigna. Má búast við að þetta haldi áfram til langrar framtíðar? Að öllum líkindum ekki. Það er a.m.k. afar krefjandi viðfangsefni að ná slíkum árangri í breyttu fjárfestingarumhverfi. Vextir skuldabréfa til langs tíma hafa farið lækkandi ekki einungis síðustu ár heldur áratugi. Sumir muna eftir því að raunvextir (ávöxtunarkrafa) 25 ára húsbréfa var nærri 9% haustið 1991 og vextir ríkisskuldabréfa um 0,4 prósentum lægri. Í dag er ávöxtunarkrafa álíka langra verðtryggðra ríkisskuldabréfa um 0,8% eða minna en tíundi hluti þess sem var fyrir rúmum 30 árum. Þegar ávöxtunarkrafa lækkar þá hækkar verð skuldabréfa með föstum vöxtum. Samhliða verður nýr útgangspunktur framtíðarávöxtunar sem er hið nýja og lægra vaxtastig. Hinn nýi útgangspunktur er ekki bara lægri en fyrir 30 árum heldur einnig um helmingi lægri en fyrir 4 árum. Fjárfestingarumhverfið hefur því stórbreyst. Fjárfestar fá áhættuálag fyrir það að fjárfesta í dreifðu safni hlutabréfa. Talið er að til langs tíma geti þetta álag numið 4-6 prósentum ofan á ávöxtun ríkisskuldabréfa. Af þeim sökum hafa lífeyrissjóðir lagt aukna áherslu á fjárfestingu í hlutabréfum eftir því sem vextir ríkisskuldabréfa hafa lækkað. Staðan núna er sú að til þess að geta átt von á langtímaávöxtun í takt við það sem náðst hefur árin frá 2015 þyrftu sjóðirnir að fjárfesta nær eingöngu í hlutabréfum. Slíkt er óraunhæft vegna áhættu. Miðað við það að fjárfest sé 40% í hlutabréfum og 60% í skuldabréfum má rökstyðja væntingar um ca. 3,5% ávöxtun til langs tíma en ef fjárfest er 60% í hlutabréfum og 40% í skuldabréfum gæti niðurstaðan orðið ca. 4,5%. Þetta er um 2,5% lakari ávöxtun en náðst hefur á árunum síðan 2015. Höfundur er framkvæmdastjóri Analytica og er í framboði til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins þar sem rafræn kosning stendur yfir til hádegis 22/5 nk.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar