Viðskipti innlent

Mariam ráðin markaðs­stjóri fjöl­miðla hjá Stöð 2 og Voda­fone

Atli Ísleifsson skrifar
Mariam Laperashvili hefur undanfarin tvö ár unnið sem sjálfstæður ráðgjafi að markaðsmálum fyrir fjölmörg fyrirtæki, meðal annars Koikoi vefverslunarstofu og Reon hugbúnaðarhús ásamt þeirra dótturfélögum.
Mariam Laperashvili hefur undanfarin tvö ár unnið sem sjálfstæður ráðgjafi að markaðsmálum fyrir fjölmörg fyrirtæki, meðal annars Koikoi vefverslunarstofu og Reon hugbúnaðarhús ásamt þeirra dótturfélögum. Stöð 2

Mariam Laperashvili hefur verið ráðin markaðsstjóri fjölmiðla hjá Stöð 2 og Vodafone.

Í tilkynningu segir að Mariam sé viðskiptafræðingur að mennt, lokið B.Sc. námi frá Háskóla Íslands og stundað nám við George Washington University þar sem hún hafi sérhæft sig markaðsfræðum.

„Í Washington D.C vann hún að markaðsrannsóknum fyrir National Geographic og sem markaðsstjóri WorkAmerica. Hún gengdi stöðu markaðsstjóra Sagafilm og síðar sem sölu og markaðsstjóri Tulipop. 

Undanfarin tvö ár hefur hún unnið sem sjálfstæður ráðgjafi að markaðsmálum fyrir fjölmörg fyrirtæki, meðal annars Koikoi vefverslunarstofu og Reon hugbúnaðarhús ásamt þeirra dótturfélögum. 

Mariam hefur einnig stutt við fyrirtæki í nýsköpun og verið mentor í bæði Gullegginu og viðskiptahraðli hjá KLAK,“ segir um Mariam.

Spennandi verkefni

Haft er eftir Mariam að hún sé stolt að vera hluti af stærsta fjölmiðli landsins og þeim einstaka mannauð sem félagið samanstendi af. „Við erum að vinna að mjög spennandi verkefnum á mörgum vígvöllum ásamt því að bæta upplifun og þjónustu við okkar viðskiptavini og hlakka ég mikið til að leggja hönd á plóginn,“ er haft eftir Mariam.

Þá segir Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, að félagið sé á einstaklega góðri vegferð í fjölmiðlum sínum og að framundan séu skemmtilegir tímar með margvíslegum nýjungum. „Ég er sannfærður um að Mariam eigi eftir að blómstra enda kemur hún með mikla þekkingu inn í okkar öfluga markaðsteymi,“ segir Þórhallur.

Vísir er í eigu Sýnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×