Fullkomnasti fyrri hálfleikur í sögu úrslitaeinvígisins um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 14:46 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsliðsins, fagnar á hliðarlínunni í gær. Hans menn voru stórkostlegir. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn biðu í ellefu daga eftir leik eitt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla og það er óhætt að segja að lærisveinar Snorra Steins Guðjónssonar hafi mætt tilbúnir. Þeir sem óttuðust eitthvað ryð í vel slípuðum leik Valsmanna frá því í sópinu á móti Selfossi fengu fljótt svar um að slíkar áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Valsmenn voru ekki bara tilbúnir í slaginn heldur buðu þeir hreinlega upp á fullkomnasta fyrri hálfleik í sögu lokaúrslita karla. Það var ljóst í hvað stefndi því Valsliði vann fyrstu fimm og hálfu mínútuna 7-2 og var búið að ná tíu marka forystu, 17-7, þegar Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, tók sitt annað leikhlé eftir aðeins 22 mínútna leik. Valsliðið vann fyrri hálfleikinn á endanum með þrettán marka mun, skoraði 22 mörk gegn aðeins níu mörkum Eyjamanna. Þetta er langmesta forysta eftir fyrri hálfleik í sögu úrslitaeinvígisins. Gamla metið var sjö marka forysta sem fimm lið höfðu náð síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1992. Valsmenn voru að bæta það met um sex mörk og fóru því langt með að tvöfalda gamla metið. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk í upphafi leiks og var með fleiri mörk en allir Eyjamenn til samans þegar ÍBV þurfti að taka sitt fyrsta leikhlé í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals buðu líka upp á magnaða tölfræði hvert sem var litið í þessum stórbrotna fyrri hálfleik. Valsmenn nýttu skotin sín 85 prósent í fyrri hálfleiknum en þeir klikkuðu aðeins á fjórum skotum allan hálfleikinn. Eins var markvarslan í heimsklassa en Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í fyrri hálfleiknum eða 65 prósent skotanna sem á hann komu. Valsmenn voru líka með yfirburði í hálfleiknum í stoðsendingum (15-2), löglegum stöðvunum (14-6), stolnum boltum (5-2), gegnumbrotsmörkum (5-1) og hreinum hraðaupphlaupsmörkum (6-1). Jú, þetta var sögulegur hálfleikur sem verður seint jafnaður nema kannski af þessu magnaða Valsliði sem enginn hefur ráðið við í þessari úrslitakeppni. Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Sport Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira
Þeir sem óttuðust eitthvað ryð í vel slípuðum leik Valsmanna frá því í sópinu á móti Selfossi fengu fljótt svar um að slíkar áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Valsmenn voru ekki bara tilbúnir í slaginn heldur buðu þeir hreinlega upp á fullkomnasta fyrri hálfleik í sögu lokaúrslita karla. Það var ljóst í hvað stefndi því Valsliði vann fyrstu fimm og hálfu mínútuna 7-2 og var búið að ná tíu marka forystu, 17-7, þegar Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, tók sitt annað leikhlé eftir aðeins 22 mínútna leik. Valsliðið vann fyrri hálfleikinn á endanum með þrettán marka mun, skoraði 22 mörk gegn aðeins níu mörkum Eyjamanna. Þetta er langmesta forysta eftir fyrri hálfleik í sögu úrslitaeinvígisins. Gamla metið var sjö marka forysta sem fimm lið höfðu náð síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1992. Valsmenn voru að bæta það met um sex mörk og fóru því langt með að tvöfalda gamla metið. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk í upphafi leiks og var með fleiri mörk en allir Eyjamenn til samans þegar ÍBV þurfti að taka sitt fyrsta leikhlé í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals buðu líka upp á magnaða tölfræði hvert sem var litið í þessum stórbrotna fyrri hálfleik. Valsmenn nýttu skotin sín 85 prósent í fyrri hálfleiknum en þeir klikkuðu aðeins á fjórum skotum allan hálfleikinn. Eins var markvarslan í heimsklassa en Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í fyrri hálfleiknum eða 65 prósent skotanna sem á hann komu. Valsmenn voru líka með yfirburði í hálfleiknum í stoðsendingum (15-2), löglegum stöðvunum (14-6), stolnum boltum (5-2), gegnumbrotsmörkum (5-1) og hreinum hraðaupphlaupsmörkum (6-1). Jú, þetta var sögulegur hálfleikur sem verður seint jafnaður nema kannski af þessu magnaða Valsliði sem enginn hefur ráðið við í þessari úrslitakeppni. Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12)
Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Sport Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira