Handbolti

Orri og Aron í úrslit

Atli Arason skrifar
Orri Freyr skoraði tvö mörk í síðasta leiknum gegn Nærbø.
Orri Freyr skoraði tvö mörk í síðasta leiknum gegn Nærbø. https://www.ostlendingen.no/

Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson, leikmenn Elverum, eru komnir áfram í úrslitaeinvígið um norska meistaratitilinn í handbolta eftir stórsigur á Nærbø í undanúrslitum, 40-28. Elverum vinnur einvígið samanlagt 3-0.

Orri Freyr skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld en Aron Dagur komst ekki á blað.

Elverum mun mæta annað hvort Arnedal eða Drammen í úrslitunum en Arnedal er 2-0 yfir í hinni undanúrslita viðureigninni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.