Reykjavík á réttri leið Dagur B. Eggertsson skrifar 14. maí 2022 13:01 Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið. Fjárfest fyrir börn Á undanförnum árum hefur borgin fjárfest í því sem skiptir máli í Reykjavík. Við höfum sett mikið fjármagn í leik- og grunnskólana okkar, íþróttamannvirki, húsnæðismál og búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við höfum lagt áherslu á meiri velferð þannig að engin sé skilin eftir – og við viljum borg þar sem gott er að eldast. Öruggt húsnæði Fimm þúsund Reykjavíkingar hafa fengið öruggt húsaskjól á vegum óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga undanfarin ár. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa minnkað um helming. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram og önnur sveitarfélög þurfa að fylgja með. Þannig sköpum við heilbrigðari húsnæðismarkað. Það hafa aldrei byggst eins margar íbúðir í sögu Reykjavíkur og á undanförnum fjórum árum og nú eru tilbúnar vel staðsettar lóðir til að tvöfalda uppbygginguna á næstu árum. Dreifing byggðar væri tafsamari og dýrari. Allt er loftslagsmál Með þéttingu byggðar erum við að nýta innviðina betur, bæta þjónustu og skapa skemmtilegri og betri borg. Við erum líka að bæta umferðarmálin, umhverfið og loftslagið. Við höfum lagt hjólastíga út um allt og ætlum að gera meira af því. Á næsta kjörtímabili mun Borgarlínan komast til framkvæmda og Miklabraut fer í stokk – ef núverandi stefna heldur áfram. Annars verður stóra stopp og umferðin, umhverfið og loftslagsmálin líða fyrir. Kæri kjósandi. Samfylkingin er öflugt og jákvætt umbreytingarafl sem vill græna borg og jöfnuð. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og útsjónarsemi en líka úthald, festu og seiglu. Ég bið um þinn stuðning og skýrt umboð til að halda áfram. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið. Fjárfest fyrir börn Á undanförnum árum hefur borgin fjárfest í því sem skiptir máli í Reykjavík. Við höfum sett mikið fjármagn í leik- og grunnskólana okkar, íþróttamannvirki, húsnæðismál og búsetukjarna fyrir fatlað fólk. Við höfum lagt áherslu á meiri velferð þannig að engin sé skilin eftir – og við viljum borg þar sem gott er að eldast. Öruggt húsnæði Fimm þúsund Reykjavíkingar hafa fengið öruggt húsaskjól á vegum óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga undanfarin ár. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa minnkað um helming. Þessari uppbyggingu þarf að halda áfram og önnur sveitarfélög þurfa að fylgja með. Þannig sköpum við heilbrigðari húsnæðismarkað. Það hafa aldrei byggst eins margar íbúðir í sögu Reykjavíkur og á undanförnum fjórum árum og nú eru tilbúnar vel staðsettar lóðir til að tvöfalda uppbygginguna á næstu árum. Dreifing byggðar væri tafsamari og dýrari. Allt er loftslagsmál Með þéttingu byggðar erum við að nýta innviðina betur, bæta þjónustu og skapa skemmtilegri og betri borg. Við erum líka að bæta umferðarmálin, umhverfið og loftslagið. Við höfum lagt hjólastíga út um allt og ætlum að gera meira af því. Á næsta kjörtímabili mun Borgarlínan komast til framkvæmda og Miklabraut fer í stokk – ef núverandi stefna heldur áfram. Annars verður stóra stopp og umferðin, umhverfið og loftslagsmálin líða fyrir. Kæri kjósandi. Samfylkingin er öflugt og jákvætt umbreytingarafl sem vill græna borg og jöfnuð. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og útsjónarsemi en líka úthald, festu og seiglu. Ég bið um þinn stuðning og skýrt umboð til að halda áfram. Höfundur er borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun