Raunveruleg grasrót Helga Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 22:31 Sjö vikum fyrir kjördag ákváðu grasrótarsamtökin Vinir Kópavogs að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninganna. Eftir þessar vikur er ég óendanlega stolt af að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu. Einstaklingarnir sem gáfu kost á sér á lista Vina Kópavogs gerðu það án hiks, og listinn varð til á svipstundu. Á honum er ótrúlega fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra einstaklinga með reynslu og þekkingu á öllum sviðum sveitarstjórnarmála, eldhugar með ólíkan bakgrunn. Það sameinar hópinn að við brennum fyrir framtíð Kópavogsbæjar og teljum tímabært að nýjar áherslur fái notið sín. Það er ekki lítil bjartsýni hjá nýstofnaðri hreyfingu, sem hvorki á fjármuni né feril og hefur enga flokksmaskínu á bak við sig að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninga. Það er heilmikið verkefni að setja saman málefnaskrá og áherslur, hvað þá að koma stefnumálum á framfæri. Ef engum fjármunum er til að dreifa öðrum en framlögum félaga og velunnara þarf að hugsa upp á nýtt. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar fá bæði framlög frá sveitarfélagi og ríki, og byggja á áralangri reynslu. Þeir fylla auglýsingatíma ljósvakamiðlanna og heilsíður blaðanna til að koma málum og fólki á framfæri. Vinir Kópavogs og vinir þeirra hafa gert allt kynningarefni sjálfir. Það er hannað og prentað af vinum og kunningjum, og frambjóðendur og fjölskyldur bera efnið í öll hús bæjarins. Við prentuðum stóra borða sem á voru háttvís mótmæli við stefnu bæjaryfirvalda. Stuðningsmenn okkar greiddu fyrir borðana og settu þá upp við heimili sín. Þetta fóru fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Valdhrokinn var slíkur að þeir tóku sér lögregluvald, fóru inn á einkalóðir og fjarlægðu borðana—án lagaheimildar. En við létum það ekki stöðva okkur. Við hringdum í fólk, við keyrðum um í pallbíl með gjallarhorn til að vekja á okkur athygli, gerðum myndbönd og birtum á síðum Vina Kópavogs og áfram má telja. Allt er þetta gert í frítíma fólks sem hefur lagt á sig ótrúlega vinnu með einstakri gleði. Við höldum nefnilega að þeir sem fá tækifæri til að kynnast okkur vilji kjósa okkur. Við viljum íbúalýðræði, þar sem bæði fólki og viðfangsefnum er sýnd virðing, við viljum að skipulag snúist um fólk og mannlíf en ekki steinsteypu, og við viljum axla ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum til að undirbúa farsæla framtíð. Við viljum ekki að græðgi einnar kynslóðar tefli framtíð þeirrar næstu í tvísýnu. Það er engin furða að ég sé þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ævintýri og kynnast afburða fólki. Ég veit að atkvæði greidd Vinum Kópavogs verða til þess að fólk sem er reynt, hæfileikaríkt og brennandi í andanum kemst til áhrifa. Helga Jónsdóttir skipar 1. sæti á lista Vina Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Sjö vikum fyrir kjördag ákváðu grasrótarsamtökin Vinir Kópavogs að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninganna. Eftir þessar vikur er ég óendanlega stolt af að hafa fengið að taka þátt í ævintýrinu. Einstaklingarnir sem gáfu kost á sér á lista Vina Kópavogs gerðu það án hiks, og listinn varð til á svipstundu. Á honum er ótrúlega fjölbreyttur hópur hæfileikaríkra einstaklinga með reynslu og þekkingu á öllum sviðum sveitarstjórnarmála, eldhugar með ólíkan bakgrunn. Það sameinar hópinn að við brennum fyrir framtíð Kópavogsbæjar og teljum tímabært að nýjar áherslur fái notið sín. Það er ekki lítil bjartsýni hjá nýstofnaðri hreyfingu, sem hvorki á fjármuni né feril og hefur enga flokksmaskínu á bak við sig að bjóða fram lista til bæjarstjórnarkosninga. Það er heilmikið verkefni að setja saman málefnaskrá og áherslur, hvað þá að koma stefnumálum á framfæri. Ef engum fjármunum er til að dreifa öðrum en framlögum félaga og velunnara þarf að hugsa upp á nýtt. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar fá bæði framlög frá sveitarfélagi og ríki, og byggja á áralangri reynslu. Þeir fylla auglýsingatíma ljósvakamiðlanna og heilsíður blaðanna til að koma málum og fólki á framfæri. Vinir Kópavogs og vinir þeirra hafa gert allt kynningarefni sjálfir. Það er hannað og prentað af vinum og kunningjum, og frambjóðendur og fjölskyldur bera efnið í öll hús bæjarins. Við prentuðum stóra borða sem á voru háttvís mótmæli við stefnu bæjaryfirvalda. Stuðningsmenn okkar greiddu fyrir borðana og settu þá upp við heimili sín. Þetta fóru fyrir brjóstið á bæjaryfirvöldum. Valdhrokinn var slíkur að þeir tóku sér lögregluvald, fóru inn á einkalóðir og fjarlægðu borðana—án lagaheimildar. En við létum það ekki stöðva okkur. Við hringdum í fólk, við keyrðum um í pallbíl með gjallarhorn til að vekja á okkur athygli, gerðum myndbönd og birtum á síðum Vina Kópavogs og áfram má telja. Allt er þetta gert í frítíma fólks sem hefur lagt á sig ótrúlega vinnu með einstakri gleði. Við höldum nefnilega að þeir sem fá tækifæri til að kynnast okkur vilji kjósa okkur. Við viljum íbúalýðræði, þar sem bæði fólki og viðfangsefnum er sýnd virðing, við viljum að skipulag snúist um fólk og mannlíf en ekki steinsteypu, og við viljum axla ábyrgð í umhverfis- og loftslagsmálum til að undirbúa farsæla framtíð. Við viljum ekki að græðgi einnar kynslóðar tefli framtíð þeirrar næstu í tvísýnu. Það er engin furða að ég sé þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa þetta ævintýri og kynnast afburða fólki. Ég veit að atkvæði greidd Vinum Kópavogs verða til þess að fólk sem er reynt, hæfileikaríkt og brennandi í andanum kemst til áhrifa. Helga Jónsdóttir skipar 1. sæti á lista Vina Kópavogs.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun