Hverjum treystir þú? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 13. maí 2022 16:21 Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum. Það er að mörgu að hyggja og verkefnin næg framundan. Reykjavík, eins og samfélag okkar allt, stendur á krossgötum. Samgöngu- og skipulagsmál, húsnæðismál og leikskólapláss, endurnýjaðir skólar og leikskólar. Lífið í borginni, í hverfum okkar snýst þó ekki eingöngu um byggingar og stræti heldur hvernig okkur líður frá degi til dags. Við erum stödd á þessum krossgötum sökum þess hversu hratt samfélagið okkar hefur breyst. Sífellt fleiri kjósa að búa í borginni, sum koma hingað á flótta og eiga ekki kost á öðru, sum velja að flytja hingað frá öðrum löndum og enn önnur eru utan af landi. Aldurssamsetning er að breytast og við erum fleiri og fleiri sem erum í seinni hálfleik lífsins og viljum öðruvísi leikreglur en áður. Atvinnulífið er að breytast gríðarlega, nefna má að deilihagkerfið, sjálfvirknivæðingin og gigg-hagkerfið breyta því hvernig við vinnum og öflum okkur lífsviðurværis Mannlífið er að kvikna að nýju eftir langan dvala vegna heimsfaraldursins og því vert að staldra við og spyrja okkur, hvernig viljum við þróast og hvert stefnum við? Það er tímabært að endurnýja framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og vera metnaðarfull. Reykjavík á að bera titilinn höfuðborg með rentu. Í Reykjavík eigum við að tilheyra hvert öðru, standa saman og styðja þau sem standa höllum fæti. Í Reykjavík á fólk að geta valið sér húsakost við hæfi, séð framtíð sína og hlakkað til að ala fjölskyldu. Reykjavík á að vera borg tækifæranna. Reykjavík á að vera skemmtileg allt árið um kring. Alltaf eitthvað að gera, hlakka til eða taka þátt í. Reykjavík á að vera hrein og búa yfir sem flestum grænum svæðum. Reykjavík á að miða að því að vera í senn umhverfisvæn, barnvæn og aldursvæn. Reykjavík á a vera staður þar sem hlutirnir gerast, það sem auðvelt er að verða ástfanginn, hvort sem er af umhverfinu eða hvort af öðru. Hverjum treystir þú til að leiða borgina? Þitt atkvæði skiptir máli, Framsókn í Reykjavík er nýtt afl. Við höfum ekki átt borgarfulltrúa síðustu kjörtímabil. Við erum fjölbreyttur hópur með mismunandi lífsreynslu en öll brennum við fyrir góðu samfélagi. Við teljum okkur traustsins verð og að við höfum látið verkin tala hingað til á lífsins vegi. Það verður gott veður á morgun og eftir helgi og líklega munu Systur eiga gott gengi í Eurovision, það áttu ekki margir von á því en þær hafa risið við hverja nýja áskorun. Hvar sem við ræðum við borgarbúa finnum við sterkan meðbyr. Framsókn er að rísa og mun líklega, eins og Systur, koma á óvart með því að standa betur en búist var við. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun