Skoðun

Bak­sýnis­spegilinn eða fram­rúðan?

Jón Ragnar Gunnarsson skrifar

Sveitastjórnakosningar snúast ekki um pissukeppni oddvita stærstu flokkanna í beinni útsendingu. Kosningarnar snúast nú sem aldrei fyrr um fólkið sem við kjósendur trúum og treystum til verka, frambjóðendurnar sem eru á bak við tjöldin, skipa ekki efsta sætið, heldur næstu sætin á eftir, einstaklinganna sem koma til með að leiða nefndarstörf og skipulagsmál Hafnarfjarðar.

Hvar viljum við standa og hvert viljum við stefna?

Bæjarútgerðin, HS veitur… hvað á ég að segja? Þetta er allt búið og gert en ætlum við endalaust að vera orðhöggvast yfir því sem þegar hefur gerst. Tölum frekar um það sem framundan er.

Unga fólkið okkar hefur engan áhuga á fortíðinni, þau hugsa um framtíðina, umhverfismálin, mengun, íþrótta- og tímstundastarf, endurnýtingu, sjálfbærni, fjölmenningasamfélög, frið, jafnrétti allra og svo mætti lengi telja. Hér á fókusinn að vera.

Hvað verðum um atkvæðin ykkar?

Hafnarfjörður er í þeirri einstöku aðstöðu að geta orðið leiðandi sveitafélag meðal þeirra stærstu í þessum málaflokkum og til þess að vinna þessum málaflokkum meira brautargengi ættum við íbúar Hafnarfjarðar alvarlega að leiða hugann að Bæjarlistanum XL sem er eina óháða framboðið í Hafnarfirði.

Hvert einasta atkvæði sem skilar sér ekki í kjörkassana á laugardag er lóð á vogarskálarnar hjá stærstu flokkunum, tölfræðireglan í sætaskipan eftir kosningar er svo brengluð að ef minni flokkarnir ná ekki tilskyldu hlutfalli atkvæða í kosningunni færist það sæti (sem næstum vannst) til til stærstu flokkanna.

Meirihluti = enginn raunverulegur meirihluti

Til gamans má nefna að baki þeim 6 sætum sem núverandi meirihluti skipar í Hafnarfirði eru ekki nema 41,7 % atkvæða sem skýrist af þeirri brengluðu tölfræðireglu sem ég nefndi hér að ofan. Núverandi meirihluti er í raun ekki með neinn meirihluta kjósenda, sætin röðuðust bara á þennan hátt út frá brenglaðri tölfræðireglu. Við viljum að meirihluti kjósenda nái sínu fólki að, en til þess að svo megi verða þurfið þið að kjósa. Kosningahlutfall í síðustu kostningum var með minnsta móti.

Hugsum stórt og Setjum X við L.

Höfundur skipar 7.sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.