Dymbilvika kosninga. Þegar og ef? Ásgeir Ólafsson Lie skrifar 13. maí 2022 13:10 Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásgeir Ólafsson Lie Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Það er búið að vera gaman að fá að taka þátt í þessu fjöri fyrir kosningarnar 2022. Það sem stendur uppúr er það að við erum búin að kynnast mikið af fólki sem er tilbúið að kynna vinnustaði sína og fyrirtæki og fjölskyldur. Við getum auðvitað aldrei mætt á alla staði. En við erum þakklát fyrir að hafa fengið heimboð. Á listanum okkar er listafólk, veitingafólk, hugsjónarfólk, öryrkjar, húsmæður, verkafólk, tónlistarfólk og alls kyns baráttufólk sem hafa lagt sitt af mörkum fyrir komandi kosningar með sínu fallega viðmóti. Við erum mjög þakklát fyrir það fólk. Takk. Að ætla að taka slíkan slag að sækja um svona vinnu, er krefjandi, spennandi, orkutæmandi og orkugefandi á sama tíma. Eilítil rússíbanareið. Eitthvað sem ég persónulega myndi ekki kjósa að búa við frá degi til dags. En það er gaman að gera þetta í stutta stund. Þegar þú ert kominn með vald, ef þú færð vald, þá ætti hegðun þín og manneskja ekki að breytast. Vertu alltaf sami maðurinn. Þegar og ef. Þegar við setjumst niður eftir eurovision og hlustum eftir fyrstu tölum sem lesnar verða, á hjartað eftir að taka smá kipp. Það viðurkenni ég. Skildum við eitthvað eftir okkur? Náðum við til ykkar eða hefðum við þurft meira fé til að ná til ykkar? Okkar tilfinning er þegar talað er til ykkar sem hér búa að það þarf ekki milljónir af peningum til að kaupa ykkar atkvæði. Þú getur ekki keypt atkvæði. Þú getur ekki keypt manneskjur. Það sem við gátum auglýst á þessum skamma tíma var. ,,Hér erum við, svona erum við og svona verðum við líka ef við fáum vald“. Það var engin sérstök herkænska. Við ætluðum að ná í hjarta þeirra sem okkur lásu og að okkar stefnumálum hölluðust. Þið fenguð okkur eins og við erum alla daga. Það er mikill styrkur fólginn í að þora að koma fram og segja ,,ég veit það ekki“. Það er styrkur að geta sagst ekki hafa öll svörin. Það er styrkur að vera forvitinn og spyrja spurninga. Vegna þess að þegar maður veit ekki eitthvað, þá knýr forvitnin mann áfram að spyrja spurninga um það málefni og fá svör. Að kinka kolli og þykjast vita eitthvað getur ekki talist til afreka þegar maður gefur til kynna að maður sé tilbúinn að taka slíka krefjandi vinnu að sér. Að sitja í bæjarstjórn. Takk þið öll sem tókuð á móti okkur. Takk þið öll sem styðjið okkur og takk þið sem viljið hitta okkur og ræða málin og breyta því sem má fara betur í komandi framtíð. Við stefnum á að komast í meirihluta því það er þar sem við getum haldið áfram að láta verkin tala. Því telur hvert atkvæði dýrt. Þitt líka. Pólítík er samtal og mannorð. Góð pólítik er gott samtal og gott mannorð. Kjósum með hjartanu á laugardaginn og tileinkum okkur að gera það ávallt. Höfundur er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun