Við stöndum við bakið á foreldrum Kristófer Már Maronsson skrifar 13. maí 2022 13:00 Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skagafjörður Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fjárhagsáhyggjur eru líklega algengustu áhyggjur verðandi foreldra. Ekki nóg með það að fæðingarorlof er að hámarki 80% af meðallaunum hvors foreldris 18-6 mánuðum fyrir fæðingu, þá eru það eingöngu hærri barnabætur (á næsta ári) sem taka við tekjulausum foreldrum ef ekki fæst leikskóla- eða dagforeldrapláss að loknu fæðingarorlofi. Á sama tíma og tekjur lækka ráðast foreldrar í fjárfestingu í nauðsynlegum öryggisvörum fyrir börn auk þess að rekstrarkostnaður heimilisins eykst til frambúðar. Með aukinni fjárhagslegri streitu aukast líkur á samskiptavandamálum, auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum auk þess að foreldrar með fjárhagsáhyggjur eru ólíklegri til þess að sinna þörfum barna sinna (Heimild 1). Leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi og greitt fyrir eitt barn Í Skagafirði hefur verið unnið statt og stöðugt að því að fjölga leikskólaplássum á kjörtímabilinu og er stefna okkar Sjálfstæðismanna í Skagafirði skýr. Við ætlum að tryggja öllum börnum pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri að loknu fæðingarorlofi foreldranna. Hér er ekki bara um fögur fyrirheit að ræða, heldur munum við gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir sveitarfélagið að hafa næg pláss í boði, ef við fáum umboð frá kjósendum til þess. Þannig ætlum við að hækka skattfrjálsar foreldragreiðslur í 250 þúsund krónur á mánuði til þeirra foreldra sem ekki komast til vinnu eftir fæðingarorlof ef sveitarfélagið getur ekki boðið barninu pláss í leikskóla eða hjá dagforeldri. Við ætlum einnig að tryggja fjármagn til þess að lækka kostnað foreldra við menntun barna sinna. Þannig viljum við breyta reglum þannig að foreldrar greiði eingöngu dvalargjald eitt barn óháð því hvort að börnin eru hjá dagforeldri, í leikskóla eða grunnskóla. Mönnun umfram lágmarkskröfur Sama hvernig vinna er unnin, ef álagið í vinnunni er yfirþyrmandi aukast líkur á því að við getum ekki unnið vinnuna á fullnægjandi hátt. Leikskólar eru sérstakir vinnustaðir þar sem að börnin okkar hljóta stuðning og kennslu til þess að leika og læra. Á sama tíma geta foreldrar sinnt sinni vinnu áhyggjulausir vitandi að börnin eru í góðum höndum á leikskólanum. Of mikið álag á leikskólum líkt og öðrum vinnustöðum er líklegt til að hafa áhrif á starfsfólk bæði í leik og starfi, fjölga veikindadögum, minnka starfsánægju og auka starfsmannaveltu. Í verstu tilfellum verða áhrifin slík að starfsfólk hverfur frá í langtímaveikindi eða grípa þarf til þess að takmarka starfsemi leikskóla vegna manneklu með tilheyrandi keðjuverkun í samfélaginu. Sveitarfélagið getur ekki komið með neinar töfralausnir, en getur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að lágmarka líkurnar á fyrrgreindum atburðum. Stefna sjálfstæðismanna í Skagafirði er að tryggja fjármagn til þess að mannað verði umfram lágmarkskröfur á leikskólum. Í eðlilegu árferði verði barngildi á hvern starfsmann þannig lægra en í dag og í undantekningartilvikum þegar upp koma mikil veikindi verður hægt að bregðast við án þess að skerða starfsemi. Áhrifin sem við vonumst til þess að sjá af þessari aðgerð er að starfsánægja eykst, álag á starfsfólk minnkar og þar með ætti veikindadögum að fækka og starfsmannavelta að minnka að öðru óbreyttu. Kjósum betri framtíð fyrir börn og ungt fólk í Skagafirði Þetta er bara hluti þeirra fjölmörgu aðgerða sem við ætlum að láta verða að veruleika á næsta kjörtímabili. Ungt fólk sem hyggur á barneignir í Skagafirði eða flutning í fjörðinn á að geta treyst á stuðning samfélagsins á þessum mikilvægu árum. Við viljum ekki auka við fjárhagsáhyggjur foreldra sem geta haft hræðilegar afleiðingar, fyrir foreldrana og barnið. Þú hefur valið í kosningunum, besta leiðin til þess að tryggja að þessar tillögur okkar verði að veruleika er að gefa okkur skýrt umboð til þess að framkvæma þær að kosningum loknum. Setjum X við D á morgun. Höfundur er hagfræðingur og skipar 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun