Göngum lengra í loftslagsmálum í Árborg Sigurður Torfi Sigurðsson skrifar 13. maí 2022 12:31 Íslendingar hafa sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ýmsar efasemdaraddir eru á lofti um að það náist og telja það jafnvel óraunhæft markmið. Flestir eru þó orðnir sammála um að nú þurfi allir að leggjast á eitt til að uppfylla markmiðið og við náum að hægja á þessum hröðu loftslagsbreytingum. Þetta er uppsafnaður vandi og verkefni sem kemur öllum við og þarf að vinna í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs auk þátttöku almennra borgara. Sveitarfélagið Árborg er þar ekki undanskilið og verður að leggja sitt af mörkum í baráttunni. Eitt þeirra mála sem setja þarf í forgang á næsta kjörtímabili er gerð aðgerðaráætlunar um hvernig sveitarfélagið ætlar að ná sínu kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. En hvers vegna, spyrja margir. Er þetta ekki bara ágætt og eigum við ekki bara að fagna hlýnandi veðurfari? Því miður er svarið ekki einfalt og ekki jákvætt. Eins og fyrr hefur verið sagt er vandinn uppsafnaður þar sem ekki hefur verið nógu mikið gert til að stemma stigu við þessari þróun á undanförnum árum. Neikvæð áhrif hafa þegar komið í ljós. Sem dæmi má nefna að við sjáum öfgakenndar sveiflur í veðurfari og hér eru lífverur farnar að taka sér bólfestu sem ekki hafa áður tilheyrt náttúrulegu íslensku lífríki og jafnvel ógna því og hafa auk þess áhrif á lífsgæði fólks. Dæmi um þetta er lúsmý og spánarsniglar. Að auki má nefna að hækkun sjávar hefur verið í efri mörkum spálíkana undanfarin ár og er búist er við að hækkunin nái allt að einum metra fyrir lok 21. aldar o.þ.a.l. aukist hætta á tíðum sjávarflóðum. Áhrif loftslagsbreytinga koma líka niður á heilbrigði náttúrulegra vistkerfa og ýta enn frekar undir hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Það er ekkert val. Sveitarfélagið Árborg verður að leggja sitt af mörkum, marka sér stefnu í náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmálum. Þetta mega ekki vera marklaus plögg sem skreytt eru með fínum orðræðum eða gagnslausum og innantómum fyrirheitum þar sem afleiðingar mistaka geta orðið dýrkeypt. Strax í byrjun næsta kjörtímabils þarf að hefja vandaða vinnu við að meta og reikna kolefnisspor sveitarfélagsins auk þess að gera markvissa aðgerðaáætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi á tilsettum tíma. Teikna þarf upp sviðsmyndir um möguleg áhrif loftslagsbreytinga í sveitarfélaginu og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að fyrirbyggja vandamál. Á næstu árum þurfum við að hámarka loftslagslegan ávinning og það er margt sem við getum gert í því samhengi. Sem dæmi má nefna: Hefja marviss orkuskipti á bíla- og vinnuvélaflota sveitarfélagsins. Hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum í nýbyggingum og viðhaldi. Sveitarfélagið getur þar stigið skrefið og verið fyrirmynd annarra. Byggja upp græna hvata fyrir atvinnurekendur t.d. með afslætti á aðstöðugjöldum, fatseignasköttum eða öðrum gjöldum atvinurekanda. Koma á fót grænum iðngörðum í stað grófiðnaðar. Hvetja til sjálfbærni á öllum sviðum og efla hringrásarhagkerfið. Hvetja til enn meiri flokkunar á sorpi og endurvinnslu. Koma öllu frárennsliskerfi í sveitarfélaginu í viðeigandi horf. Auka græn svæði. Endurheimta votlendi. Auka skógrækt á völdum svæðum t.d. ógrónu landi. Styðja við landbúnað í sveitarfélaginu til að viðhalda grónu landi og hvetja til lífræns landbúnaðar. Hafa þarf í huga að ofangreindir punktar eru ekki tæmandi listi og er bara brot af þeim fjölmörgu verkefnum á þessu sviði sem taka þarf til skoðunar á næsta kjörtímabili. Jafnframt þarf menningin að breytast en í breytingum felast líka heilmörg tækifæri. Nýtum tækifærin og látum aukin lífsgæði felast í því að vera loftslagsvæn. Vinstri græn í Árborg hafa á stefnuskrá sinni að setja náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmál í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og vinna að markvissri aðgerðaráætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við skulum ekki láta komandi kynslóðir minnast okkar sem kynslóðarinnar sem ekki gerði neitt. Göngum lengra í loftslagsmálum og kjósum Vinstri græn laugardaginn 14. maí. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ýmsar efasemdaraddir eru á lofti um að það náist og telja það jafnvel óraunhæft markmið. Flestir eru þó orðnir sammála um að nú þurfi allir að leggjast á eitt til að uppfylla markmiðið og við náum að hægja á þessum hröðu loftslagsbreytingum. Þetta er uppsafnaður vandi og verkefni sem kemur öllum við og þarf að vinna í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs auk þátttöku almennra borgara. Sveitarfélagið Árborg er þar ekki undanskilið og verður að leggja sitt af mörkum í baráttunni. Eitt þeirra mála sem setja þarf í forgang á næsta kjörtímabili er gerð aðgerðaráætlunar um hvernig sveitarfélagið ætlar að ná sínu kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. En hvers vegna, spyrja margir. Er þetta ekki bara ágætt og eigum við ekki bara að fagna hlýnandi veðurfari? Því miður er svarið ekki einfalt og ekki jákvætt. Eins og fyrr hefur verið sagt er vandinn uppsafnaður þar sem ekki hefur verið nógu mikið gert til að stemma stigu við þessari þróun á undanförnum árum. Neikvæð áhrif hafa þegar komið í ljós. Sem dæmi má nefna að við sjáum öfgakenndar sveiflur í veðurfari og hér eru lífverur farnar að taka sér bólfestu sem ekki hafa áður tilheyrt náttúrulegu íslensku lífríki og jafnvel ógna því og hafa auk þess áhrif á lífsgæði fólks. Dæmi um þetta er lúsmý og spánarsniglar. Að auki má nefna að hækkun sjávar hefur verið í efri mörkum spálíkana undanfarin ár og er búist er við að hækkunin nái allt að einum metra fyrir lok 21. aldar o.þ.a.l. aukist hætta á tíðum sjávarflóðum. Áhrif loftslagsbreytinga koma líka niður á heilbrigði náttúrulegra vistkerfa og ýta enn frekar undir hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Það er ekkert val. Sveitarfélagið Árborg verður að leggja sitt af mörkum, marka sér stefnu í náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmálum. Þetta mega ekki vera marklaus plögg sem skreytt eru með fínum orðræðum eða gagnslausum og innantómum fyrirheitum þar sem afleiðingar mistaka geta orðið dýrkeypt. Strax í byrjun næsta kjörtímabils þarf að hefja vandaða vinnu við að meta og reikna kolefnisspor sveitarfélagsins auk þess að gera markvissa aðgerðaáætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi á tilsettum tíma. Teikna þarf upp sviðsmyndir um möguleg áhrif loftslagsbreytinga í sveitarfélaginu og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að fyrirbyggja vandamál. Á næstu árum þurfum við að hámarka loftslagslegan ávinning og það er margt sem við getum gert í því samhengi. Sem dæmi má nefna: Hefja marviss orkuskipti á bíla- og vinnuvélaflota sveitarfélagsins. Hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum í nýbyggingum og viðhaldi. Sveitarfélagið getur þar stigið skrefið og verið fyrirmynd annarra. Byggja upp græna hvata fyrir atvinnurekendur t.d. með afslætti á aðstöðugjöldum, fatseignasköttum eða öðrum gjöldum atvinurekanda. Koma á fót grænum iðngörðum í stað grófiðnaðar. Hvetja til sjálfbærni á öllum sviðum og efla hringrásarhagkerfið. Hvetja til enn meiri flokkunar á sorpi og endurvinnslu. Koma öllu frárennsliskerfi í sveitarfélaginu í viðeigandi horf. Auka græn svæði. Endurheimta votlendi. Auka skógrækt á völdum svæðum t.d. ógrónu landi. Styðja við landbúnað í sveitarfélaginu til að viðhalda grónu landi og hvetja til lífræns landbúnaðar. Hafa þarf í huga að ofangreindir punktar eru ekki tæmandi listi og er bara brot af þeim fjölmörgu verkefnum á þessu sviði sem taka þarf til skoðunar á næsta kjörtímabili. Jafnframt þarf menningin að breytast en í breytingum felast líka heilmörg tækifæri. Nýtum tækifærin og látum aukin lífsgæði felast í því að vera loftslagsvæn. Vinstri græn í Árborg hafa á stefnuskrá sinni að setja náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmál í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og vinna að markvissri aðgerðaráætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við skulum ekki láta komandi kynslóðir minnast okkar sem kynslóðarinnar sem ekki gerði neitt. Göngum lengra í loftslagsmálum og kjósum Vinstri græn laugardaginn 14. maí. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Árborg.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun